Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Side 39
41
að það, sem þessir landshlutii leggja til þjóðarbúskapsins,
væri unt að framleiða með minni tilkostnaði og mannafla
í nágrenni höfuðstaðarins, ef landið þar væri betur notað
og þéttar setið.
Sauðfjárrækt hefur frá öndverðu verið ein aðal fram-
leiðslugrein íslenzks landbúnaðar. Þetta er mjög eðlilegt,
því vér eigum mikið af víðlendum og kjarngóðum beitar-
löndum, sem rldrei mundu notast eins vel, hvað þá heldur
betur, af öðrum búfénaði; en sauðfjárræktin gerir einmitt
dreifbýlið nauðsynlegt og sjálfsagt. Það er því engin tilvilj-
un, að andstæðingar dreifbýlisins hafa einnig fjandskapazt
ákaft gegn sauðfénu. Nú hefur margt valdið því, að sauð-
fjárrækt vor hefur á undanförnum árum legið vel við höggi.
Má í því sambandi fyrst benda á sauðfjársjúkdómana, sem
valdið hafa oss þungunr búsifjum. Þá má nefna tap erlendra
markaða og svo þá ægilegu verðgildisröskun, sem vor heima-
gerða verðþensla hefur valdið, en vegna hennar eru sauð-
fjárafurðir vorar nú eigi seljanlegar fyrir framleiðsluverð
á erlendum markaði. Allt þetta hefur verið notað til þess
að gera ákaft en miður gáfulegt aðkast að sauðfjárræktinni,
þar sem hún hefur verið úthrópuð sem heimskulegt sport
og undirrót allra landspjalla. Þeir eru líka margir, sem ekki
eru uppþembdir af ofstækisfullri andúð á sauðfé, en álíta
þó, að vér eigum aðeins að framleiða sauðfjárafurðir til
innanlands þarfa.
Það er mín rannfæring, að þeir, sem vilja sauðfé vort feigt
eða fækka því stórlega, séu mjög skammsýnir menn. Ég held
líka, að þeir, sem þykjast þess fullvissir, að vér í framtíðinni
getum eigi flutt út landbúnaðarafurðir með ábata, séu bæði
óþarflega svartsýnir og þröngsýnir. Öllum sæmilega glögg-
skyggnum mönnum ætti nú orðið að vera það ljóst, að fram-
leiðslukostnaður vor verður, áður mjög langt líður, að þok-
ast í svipað horf og það, sem gildir hjá vorum viðskipta-
þjóðum. Það skiptir engu máli í þessu sambandi, þótt vér
enn um hríð getum selt sjávaraflann, allan eða að einhverju