Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Page 39

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Page 39
41 að það, sem þessir landshlutii leggja til þjóðarbúskapsins, væri unt að framleiða með minni tilkostnaði og mannafla í nágrenni höfuðstaðarins, ef landið þar væri betur notað og þéttar setið. Sauðfjárrækt hefur frá öndverðu verið ein aðal fram- leiðslugrein íslenzks landbúnaðar. Þetta er mjög eðlilegt, því vér eigum mikið af víðlendum og kjarngóðum beitar- löndum, sem rldrei mundu notast eins vel, hvað þá heldur betur, af öðrum búfénaði; en sauðfjárræktin gerir einmitt dreifbýlið nauðsynlegt og sjálfsagt. Það er því engin tilvilj- un, að andstæðingar dreifbýlisins hafa einnig fjandskapazt ákaft gegn sauðfénu. Nú hefur margt valdið því, að sauð- fjárrækt vor hefur á undanförnum árum legið vel við höggi. Má í því sambandi fyrst benda á sauðfjársjúkdómana, sem valdið hafa oss þungunr búsifjum. Þá má nefna tap erlendra markaða og svo þá ægilegu verðgildisröskun, sem vor heima- gerða verðþensla hefur valdið, en vegna hennar eru sauð- fjárafurðir vorar nú eigi seljanlegar fyrir framleiðsluverð á erlendum markaði. Allt þetta hefur verið notað til þess að gera ákaft en miður gáfulegt aðkast að sauðfjárræktinni, þar sem hún hefur verið úthrópuð sem heimskulegt sport og undirrót allra landspjalla. Þeir eru líka margir, sem ekki eru uppþembdir af ofstækisfullri andúð á sauðfé, en álíta þó, að vér eigum aðeins að framleiða sauðfjárafurðir til innanlands þarfa. Það er mín rannfæring, að þeir, sem vilja sauðfé vort feigt eða fækka því stórlega, séu mjög skammsýnir menn. Ég held líka, að þeir, sem þykjast þess fullvissir, að vér í framtíðinni getum eigi flutt út landbúnaðarafurðir með ábata, séu bæði óþarflega svartsýnir og þröngsýnir. Öllum sæmilega glögg- skyggnum mönnum ætti nú orðið að vera það ljóst, að fram- leiðslukostnaður vor verður, áður mjög langt líður, að þok- ast í svipað horf og það, sem gildir hjá vorum viðskipta- þjóðum. Það skiptir engu máli í þessu sambandi, þótt vér enn um hríð getum selt sjávaraflann, allan eða að einhverju
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.