Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Side 48
50
gögn, en gömul hafa lítið gildi, svo gífurleg hefur röskun
hlutfallanna verið síðustu árin, sem sjá má á eftirfarandi
tölum:
Fólksfjöldi:
í bæjum og kaupst. í sýslum og þorpum
með yfir 300 íbúa með undir 300 íbú'im
1920
1930
1946
Tala % Tala %
. . . 40.445 42.6 54.245 57.3
. . . 59.384 57.3 49.477 45.5
. . . 90.596 68.2 42.154 31.8
Á 26 árum hefur fjölgun fólks í bæjunum og stærri kaup-
túnunum nurnið 3/0 hlutum eða orðið nokkru meiri en um
helming, en í sveitunum hefur fækkað um ríflega 1 /ö hluta.
Hlutfall fólksfjöldans í bæjunr og sveitum hefur á sama tíma
breytzt úr 2 : 3 í rösklega 2:1.
Athyglisverðar og mjög lærdómsríkar eru niðurstöður
Atvinnumálanefndar Reykjavíkur, sem nýlega lrafa verið
birtar um atvinnuskiptinguna í höfuðstaðnunr. Þarerutaldir
4400 manns í þjónustu ríkis og bæjar, eða einn af hverjum
tólf íbúum höfuðstaðarins, og ætti þá meira en þriðji liver
fjölskyldufaðir að vera í opinberri þjónustu, eða að
minnsta kosti einn meðlimur þriðju hverrar fjölskyldu.
Starfsmenn verzlana eru rúmlega 2600, eða um einn fyrir
hverja 20 íbúa bæjarins. Sjómennirnir teljast aðeins 1530,
og þar af eru um 350 á verzlunar- og flutningaskipum, og
allmargir utanbæjarmenn. Af öllum íbúum höfuðstaðar-
ins rnunu því varla meira en 1000 — eitt þúsund — eða tæp
2%, stunda fiskiveiðar, þann atvinnuveg, sem að verulegu
leyti er grundvölhir utanríkisverzlunar og athafnalífs vors,
en fjöldi þeirra, sem eru í þjónustu ríkis og bæjar í Reykja-
vík einni, slagar hátt upp í tölu bænda á öllu landinu.
Þá þegna þjóðfélagsins, sem eigi teljast beinir framleið-