Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Blaðsíða 51
53
ar til að drepa örlítið á skólamálin, senr mér virðast komin
út á hreina refilstigu.
Markmið fræðslulöggjafar vorrar virðist vera að pína
æsku landsins nauðuga eða viljuga á skólabekk í 8—9 ár,
og helzt í sjö eða átta mánuði árlega. Um námsgetu og bók-
hneigð er ekki spurt. Þetta er einmitt sá hluti æfinnar, þeg-
ar æskunni er nauðsynlegast að þroskast líkamlega við fjöl-
breytt störf og hóflega áreynslu. Árangur þessarar löngu
skólaskyldu er hörmulegur, þekkingin bágborin og náms-
áhuginn niðurdrepinn. Þar við bætist svo áberandi úthalds-
leysi og vankunnátta við öll líkamleg störf, sem eðlilegt er.
Venjist unglingarnir ekki nokkuð stöðugri og alhliða
áreynslu í uppvextinum, er hætt við að þeir læri vinnuna
seint og þoli hana illa.
Það skaðar engan, þótt hann fram til átján ára aldurs læri
fátt annað en lestur, skrift, eitthvað í reikningi og svo það
í trúfræði, sem þarf til þess að hann komist í kristinna manna
tölu, en verði að stunda líkamlega vinnu nokkuð að stað-
aldri, ef honum stendur þá opin leið að fá menntaþrá sinni
fullnægt. Hafi hann hins vegar engar hneigðir til bóknáms,
þá er vel farið, að hann var ekki píndur í átta eða níu ár við
gagnslaust námsstagl; leikni og þroski við margháttuð líkam-
leg störf er honurn gagnlegra veganesti í lífsbaráttunni.
Sú miskunnarlausa skólaþrælkun, sem börn og unglingar
hérlendis eiga, samkvæmt skólalöggjöf vorri, að búa við, á
vafalaust eftir að valda miklu andlegu og líkamlegu tjóni,
áður en vér verðum nægilega skyggnir á öfga hennar og
fjarstæður til þess að taka upp aðra heilbrigðari og skyn-
samlegri stefnu.
Þegar skólaskyldunni lýkur, taka ýmsir framhaldsskólar
við. Talið er, að nemendurnir sæki þá af frjálsum vilja, en
oft hafa foreldri og skólar í sameiningu búið þannig um
hnútana, að unglingarnir eiga sér einskis annars kost. Þeir
hafa eigi vanizt öðru en skólastaglinu í uppvextinum, og
framhaldsnám er eina úrræðið, sem þeir eygja. Svo er róið