Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Síða 51

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Síða 51
53 ar til að drepa örlítið á skólamálin, senr mér virðast komin út á hreina refilstigu. Markmið fræðslulöggjafar vorrar virðist vera að pína æsku landsins nauðuga eða viljuga á skólabekk í 8—9 ár, og helzt í sjö eða átta mánuði árlega. Um námsgetu og bók- hneigð er ekki spurt. Þetta er einmitt sá hluti æfinnar, þeg- ar æskunni er nauðsynlegast að þroskast líkamlega við fjöl- breytt störf og hóflega áreynslu. Árangur þessarar löngu skólaskyldu er hörmulegur, þekkingin bágborin og náms- áhuginn niðurdrepinn. Þar við bætist svo áberandi úthalds- leysi og vankunnátta við öll líkamleg störf, sem eðlilegt er. Venjist unglingarnir ekki nokkuð stöðugri og alhliða áreynslu í uppvextinum, er hætt við að þeir læri vinnuna seint og þoli hana illa. Það skaðar engan, þótt hann fram til átján ára aldurs læri fátt annað en lestur, skrift, eitthvað í reikningi og svo það í trúfræði, sem þarf til þess að hann komist í kristinna manna tölu, en verði að stunda líkamlega vinnu nokkuð að stað- aldri, ef honum stendur þá opin leið að fá menntaþrá sinni fullnægt. Hafi hann hins vegar engar hneigðir til bóknáms, þá er vel farið, að hann var ekki píndur í átta eða níu ár við gagnslaust námsstagl; leikni og þroski við margháttuð líkam- leg störf er honurn gagnlegra veganesti í lífsbaráttunni. Sú miskunnarlausa skólaþrælkun, sem börn og unglingar hérlendis eiga, samkvæmt skólalöggjöf vorri, að búa við, á vafalaust eftir að valda miklu andlegu og líkamlegu tjóni, áður en vér verðum nægilega skyggnir á öfga hennar og fjarstæður til þess að taka upp aðra heilbrigðari og skyn- samlegri stefnu. Þegar skólaskyldunni lýkur, taka ýmsir framhaldsskólar við. Talið er, að nemendurnir sæki þá af frjálsum vilja, en oft hafa foreldri og skólar í sameiningu búið þannig um hnútana, að unglingarnir eiga sér einskis annars kost. Þeir hafa eigi vanizt öðru en skólastaglinu í uppvextinum, og framhaldsnám er eina úrræðið, sem þeir eygja. Svo er róið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.