Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Blaðsíða 55
57
fjölbreyttar afurðir jurta og dýra og hagnýta þær, og fjöl-
margt fleira, sem eigi verður hér talið. Hún var í fáum orð-
um sagt listin að búa og lifa í innilegu sambandi við land
sitt og fénað.
Margt af því, er hér hefur verið talið, er auðvitað þegar
gleymt eða hálfgleymt, og er engin ástæða til að harma slíkt,
því breytingar hljóta að gerast sí og æ. Sumt er þó enn í fullu
gildi og verður svo um liríð, og hið nýja, sem leysir það
gamla af hólmi, á líka, ef vel er, að flytja landbúnaðinum
ný, fjölþætt, lífræn viðfangsefni og nýja rómantík.
Vér skulum vona. að sú kórvilla verði ekki langæ í íslenzk-
um landbúnaði, að allt sé hægt og hagkvæmt að vinna með
vélum, og að fólk, sem vinnur við landbúnaðinn, þurfi ekki
að hafa sæmilega leikni í algengum sveitarstörfum, svo sem
að mjólka, sá fræi og áburði, slá og raka, hirða garða með
handverkfærum, fóðra og hirða búpening, temja og nota
hesta og fjölmargt fleira.
I nágrannalöndum vorum eru mörg af þessum störfum
talin til íþrótta, og þeir, sem skara frarn úr á þeim vettvangi,
heiðraðir eins og afburðamenn í íþróttum eða á öðrum svið-
um þjóðfélagsins. Það er mikill og háskalegur barnaskapur
að halda, að véltæknin í landbúnaðinum geri leikni við
handunnin störf úrelta, því bæði er vélavinnan oft ófull-
komin, svo leikni handanna þarf til að fullvinna störfin, og
svo eru vélarnar svikular, og gctur því horft til vandræða,
sé eigi hægt að grípa til hinna eldri úrræða, ef vélarnar
bregðast.
Loks eru fullkomin takmörk fyrir því, hve langt er hægt
að ganga í notkun vélaaflsins. Þótt vélarnar séu ágætar við
frumræktun landsins, samfellda framræslu og fyrstu vinnslu
jarðvegsins, getur oft verið óumflýjanlegt og sjálfsagt, að
grafa einstaka skurði og lokræsi með handkrafti og nota
hesta og áhöld við að ljúka ræktuninni.
Sú vélaalda, sem nú í nokkur ár hefur oltið yfir íslenzkan
landbúnað, mun af ýmsum ástæðum fara lægjandi. Hún