Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Blaðsíða 60
02
Rangárvallasýslu 1744, því að hann þykist þess fullviss, að
kornyrkja muni ekki svara kostnaði, þótt kornið kynni að
ná þroska sunnanlands. Segir hann, að það mundi taka alltof
langan tíma, að plægja og sá, svo að bændur fengju engan
tíma til að stunda heyskap og fiskveiðar.')
Fátt vita menn um tilraunir til kornyrkju framan af 18.
öldinni. Eina örugga vitneskjan er um tilraunir Lauritz
Gottrups lögmanns á Þingeyrum um 1700. Hafði hann bú-
rekstur mikinn og framkvæmdir. Um tilraunir hans til korn-
yrkju hef ég ekki séð annað en ummæli Baldvins Einarsson-
ar í Ármanni á Alþingi.1) En hann hefur það eftir Jóni
Snorrasyni, að vanhirða vinnuhjúa Gottrups hafi valdið því
að árangur varð enginn. Líklegt er og að danskur maður,
Jón Eirikstrup, er bjó í Brokey vestra um 1730, hafi lagt
stund á kornyrkju, og víst er það, að hann var garðyrkju-
maður mikill og heppnaðist vel.
Þorvaldur Thoroddsen getur þesss) að neðan við túnið í
Víðidalstungu séu gamlir garðar, sem munnmæli hermi um,
að séu akurstæði Páls lögmanns Vídalíns. Ef rétt er hermt,
hefði það átt að vera um sama leyti og Gottrup gerði tilraun-
ir sínar á Þingeyrum. En vel má vera, að hér sé málum
blandað við síðari tilraunir þar.
Þegar kemur franr um miðja 18. öld verður vart almennari
áhuga meðal forystumanna landsins um kornyrkju. Árið
1750 skrifar Björn Markússon, pd sýslumaður í Skagafirði,
Rentukammerinu í Kaupmannahöfn oð sækir þar um styrk
„til þess að reyna, hvort rúgur, bygg, hafrar o. fl. fái ekki
vaxið hér á Islandi eins og í öðrum köldum löndum.“ I svari
Rentukammersins kemur í ljós efi um, að þetta megi takast,
en engu að síður er þó vitnað til skýrslu frá amtmanni,
(Pingel), sem sáð hafði korni 1745 og segir samsumars, að
gott útlit sé fyrir að það muni heppnast, og hafi hann þó ekki
notið aðstoðar nokkurs manns, er til akuryrkju kunni. En
úrslit málaleitunar Björns sýslumanns urðu þau, að hann
fékk 200 rd. úr konungssjóði til kaupa á nauðsynlegum verk-