Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Side 61

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Side 61
63 færum og útsæði og til að launa dönskum vinnumanni í 2J/2 ár.9) Ekki hef ég nokkurs staðar séð þess getið, hver árangur varð af tilraunum Björns sýslumanns, nema ef Niels Horre- bow á við þær, er hann í skýrslu sinni talar um misheppnað- ar kornyrkjutilraunir í Skagafirði 1751. Árið 1752 gerir Skúli Magnússon hinar nafnkenndu til- lögur sínar um viðreisn íslenzkra atvinnuvega til lands og sjávar. Verða þær ekki raktar hér að öðru en við kemur ak- uryrkju, en í því efni lagði hann til, að 15 danskar eða norsk- ar bændafjölskyldur yrðu sendar hingað, til að kenna lands- mönnum akuryrkju. Varð það að ráði, og 1752 komu hingað 14 bændur og var þeim dreift um landið, sem hér segir: 4 fóru í Gullbringu- og Kjósarsýslu, 3 í Borgarfjarðar- og Mýra- sýslu, 2 í Húnavatnssýslu og 1 í Árnes-, Rangárvalla-, Eyja- fjarðar, Dala- og Snæfellsnessýslu: Settust þeir að á heimilum embættismanna og áttu að kenna út frá sér. Áliðið var vors, er bændur þessir komu til landsins, samt var korni sáð á nokkrum stöðum það sumar. Lætur Skúli vel yfir því í skýrslu, þótt engan beri það ávöxt, sem hann taldi eðlilegt, vegna þess hve seint var sáð. Telur hann að íslend- ingar læri af þeim að plægja landið og gera jurtagarða.10) Næsta ár, 1754, er Skúli enn hinn vonbezti, kemst hann svo að orði í skýrslu sinni um árið 1753: „Vegna þess hve sumarið var óvenjulega kalt og votviðrasamt, heppnaðist kornyrkjan ekki alls staðar, þó mun bygg, hör og hampur hafa náð fullum þroska, og gera má ráð fyrir, að það muni heppnast vel í mildari sumrum.“ Stingur hann því næst upp á, að stjórnin hlutist til um, að verzlunarfélagið flytji nægi- legt, gott sáðkorn til tiltekinna hafna næstu tvö árin, enn- fremur að konungur skuli, samkvæmt samþykktum íslenzka verksmiðjufélagsins, fyrirskipa, að hver bóndi, sem býr á 10 hundr. jörð skuli hið fyrsta, og í síðasta lagi fyrir árslok 1756, hafa girt, plægt og sáð korni í blett, sem sé að minnsta kosti 45 álnir í kvaðrat. Þeir, sem stærra hafa jarðnæði, skuli rækta akur að tiltölu. Ennfremur skuli bændur hvattir til að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.