Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Page 67

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Page 67
69 öldina afsanni ekki möguleika kornyrkjunnar, eins og þar liafi verið í pottinn búið. Hins vegar færir hann til dæmi úr fornsögunum um akuryrkju og rekur tilraunir Vísa-Gísla, sem árlega hafi fengið tunnu korns úr ökrum sínum, og um þær mundir, sem hann skrifi rit sitt hafi Björn lyfsali í Nesi fengið fullþroska bygg og hafra. Um liið stutta sumar, vor- og hausthret og liina norðlægu legu landsins, bendir hann á, að víða í Noregi og Svíþjóð sé ekki hægt að sá korni fyrr að vorinu en hér. Áfelli á sumrum séu þar tíð, og frostnætur byrji þar jafnsnemma á haustin og hér. Hann heldur því lram, að akuryrkja sé löndunum ábatameiri en verksmiðjur, og sé lnin stunduð víða um lönd, þótt hún sé misfellasöm. Hann bendir og á, að þótt akuryrkjan verði ekki höfuðíþrótt íslenzkra bænda, sé hún sarnt nauðsynlegur stuðningur við aðrar greinar landbúnaðarins, og að akrarnir þurfi ekki að vera mjög stórir til þess að hagsbætur séu að þeim. Loks eru ýmsar leiðbeiningar um kornyrkjuna sjálfa. Er ritgerðin öll samin af hinni mestu rökvísi og lærdómi. Er hún merkileg fyrir þá sök, að höf. var hinn gagnmenntaðasti rnaður lands- ins um þær mundir og í hópi hinna fremstu gáfumanna. Er merkilegt að sjá, hversu skoðanir hans falla saman við skoð- anir liinna víðsýnustu búnaðarfrömuða nútímans. Árið 1711 gaf Þórður Þóroddsson Thoroddi út rit um ak- uryrkju á íslandi. Er það leiðbeining um akuryrkju, jafn- framt því sem þar er inngangur um jarðyrkjufræði. Telur höf. líklegt, að rækta megi korn hér á landi með góðum árangri. Þórður hafði þá um hríð numið náttúrufræði og bú- fræði við háskólann í Höfn og hefur vafalítið verið lærðastur íslendinga í þeim efnum. Stundaði hann síðan framhalds- nám í Svíþjóð í fræðum þessum hin næstu árin. Það er augljóst að ríkisstjórnin hefur á þessum árum látið sér allannt um kornyrkjutilraunir á íslandi. Kom það fram í úthlutun útsæðis og smástyrkjum, enda þótt hún ekki vildi styrkja stórframkvæmdir. Þótt þetta væri vafalaust í góðri meiningu gert, er lítill vafi á, að einmitt þessi aðferð hefur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.