Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Blaðsíða 68
70
valdið því, að enginn raunverulegur árangur náðist. Þótt
einstöku mönnum heppnaðist vel kornyrkjan, voru allar til-
raunir svo skipulagslausar, fálmkenndar og smásniðnar, að
loku var fyrir það skotið, að þær gætu haft nokkur veruleg
áhrif eða orðið til almennrar hvatningar í þessu efni. Skal nú
getið hinna merkustu tilrauna á þessum árum. Meginheim-
ild frásagnarinnar er formáli Jóns Eiríkssonar að Ferðabók
Ólafs Olaviusar, þótt víðar sé einnig leitað fanga.
Þegar hefur verið minnst á tilraunir Björns lyfsala i Nesi.
Um þær eru annars litlar frásagnir. Vitað er, að hann hóf
þær fyrir 1770, og mun hann hafa fengið fullþurrkað korn á
hverju ári, bæði bygg og hafra, og getið er þess, að hann fékk
tunnu af byggi 1776 úr 100 ferfaðma akurbletti.
Thodal stiptamtmaður á Bessastöðum (1770—1785) var
einn hinn ötulasti frömuður kornyrkju á íslandi þann tíma,
er hann dvaldist hér. Því miður eru ekki til skýrslur um
kornyrkju Thodals hin síðari ár hans á Bessastöðum, en ætla
má, að hann hafi haldið henni áfram fram að móðuharðind-
um 1783. Stjórnin studdi stöðugt tilraunir hans með því að
senda honum sáðkorn. Getið er eftirfarandi korntegunda,
sem hann ræktaði: bygg danskt, norskt og færeyskt, hafrar,
vetrar- og vorrúgur. Ekki er þess getið hvaða tegundir
heppnuðust bezt, en víst er, að hann fékk bæði bygg og hafra
fullþroskað. Notaði hann heimaræktað bygg til útsæðis og
reyndist það betur en hið erlenda.19) Ekki er kunnugt um
uppskerumagn Thodals, nema 1774, en þá fékk hann 5
tunnur af byggi og 1J/2 af höfrum. Árið eftir var uppskeran
minni, en þó sæmileg. Thodal lét ýmsa menn fá útsæði og
hvatti þá til kornræktar. Einnig sendi hann sýnishorn af
uppskerunni til Danmerkur. Þá er þess og getið, að hann
hafi látið mala bygg í grjón og gera af graut, sem hann veitti
á Alþingi, til þess að hvetja embættismenn landsins til korn-
yrkju. Árið 1776 sendi stjórnin rúg norðanfjalls úr Noregi
ásamt færeysku og dönsku byggi til landsins. Það ár var upp-
skera Thodals 10 tunnur af byggi auk nokkurs af fullþroska