Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Síða 68

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Síða 68
70 valdið því, að enginn raunverulegur árangur náðist. Þótt einstöku mönnum heppnaðist vel kornyrkjan, voru allar til- raunir svo skipulagslausar, fálmkenndar og smásniðnar, að loku var fyrir það skotið, að þær gætu haft nokkur veruleg áhrif eða orðið til almennrar hvatningar í þessu efni. Skal nú getið hinna merkustu tilrauna á þessum árum. Meginheim- ild frásagnarinnar er formáli Jóns Eiríkssonar að Ferðabók Ólafs Olaviusar, þótt víðar sé einnig leitað fanga. Þegar hefur verið minnst á tilraunir Björns lyfsala i Nesi. Um þær eru annars litlar frásagnir. Vitað er, að hann hóf þær fyrir 1770, og mun hann hafa fengið fullþurrkað korn á hverju ári, bæði bygg og hafra, og getið er þess, að hann fékk tunnu af byggi 1776 úr 100 ferfaðma akurbletti. Thodal stiptamtmaður á Bessastöðum (1770—1785) var einn hinn ötulasti frömuður kornyrkju á íslandi þann tíma, er hann dvaldist hér. Því miður eru ekki til skýrslur um kornyrkju Thodals hin síðari ár hans á Bessastöðum, en ætla má, að hann hafi haldið henni áfram fram að móðuharðind- um 1783. Stjórnin studdi stöðugt tilraunir hans með því að senda honum sáðkorn. Getið er eftirfarandi korntegunda, sem hann ræktaði: bygg danskt, norskt og færeyskt, hafrar, vetrar- og vorrúgur. Ekki er þess getið hvaða tegundir heppnuðust bezt, en víst er, að hann fékk bæði bygg og hafra fullþroskað. Notaði hann heimaræktað bygg til útsæðis og reyndist það betur en hið erlenda.19) Ekki er kunnugt um uppskerumagn Thodals, nema 1774, en þá fékk hann 5 tunnur af byggi og 1J/2 af höfrum. Árið eftir var uppskeran minni, en þó sæmileg. Thodal lét ýmsa menn fá útsæði og hvatti þá til kornræktar. Einnig sendi hann sýnishorn af uppskerunni til Danmerkur. Þá er þess og getið, að hann hafi látið mala bygg í grjón og gera af graut, sem hann veitti á Alþingi, til þess að hvetja embættismenn landsins til korn- yrkju. Árið 1776 sendi stjórnin rúg norðanfjalls úr Noregi ásamt færeysku og dönsku byggi til landsins. Það ár var upp- skera Thodals 10 tunnur af byggi auk nokkurs af fullþroska
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.