Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Page 69

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Page 69
71 rúgi og höfrum. Árin 1777—78 voru hörð og misheppnaðist þá kornið á Bessastöðum, og er ekki getið um kornrækt Tho- dals eftir það, þótt ólíklegt sé, að hann hafi þá lagt árar í bát. Það er auðsætt af þeim heimildum, sem fyrir hendi eru, að Thodal hefur verið bæði áhugasamur um kornræktina og rekið hana af skynsemd og þekkingu, enda munu engir hafa náð betri árangri en hann af samtíðarmönnum hans. Annar meginfrömuður kornyrkjunnar á þessum árum var Magnus Ketilsson sýslumaður í Búðardal. Voru tilraunir hans að öllu hinar merkilegustu, því að hann leitaðist mjög við að þreifa sig áfram, bæði um val jarðvegs og legu akur- blettanna. Hann skýrir frá árangri tilrauna sinna í ritinu: Nokkrar tilraunir gjörðar með nokkrar sáðtegundir og plönt- ur hentugar til fæðu etc., er prentað var í Hrappsey 1779. Lýsir hann þar jöfnum höndum akuryrkju og garðrækt. Þor- steinn Þorsteinsson sýslumaður telur að Magnús hafi byrjað tilraunir sínar um 1770 og haldið þeim áfram fram í móðu- harðindi.20) Muni hann lengstum hafa fengið bygg og hafra, sem notað var til manneldis, en ekki hafi það verið vel þrosk- að, og reynst því léleg fæða. Af Islandske Maanedstidender er að sjá, að Magnús hafi fyrst fengið fullþroskað bygg 1769, síðan misheppnaðist það stöðugt til 1774, en þá fékk hann nokkra uppskeru og svo hin næstu árin til 1778, er hann semur rit sitt um sáðtegundir. í því riti segir hann frá til- raunum sínum. Hafði hann fyrst haft til útsæðis bæði sjá- lenskt bygg og íslenzkt frá Hlíðarenda. Reyndist honum þá hið erlenda útsæði betur. Annars reyndist svo, er fram liðu stundir, að heimaræktaða byggið varð bezt til útsæðis, og telur Magnús það muni vera mikilvægt, ef hægt sé að gera það landvant. Magnús sáði einnig rúgi og hveiti. Vetrarrúg- ur og vetrarhveiti óx allmikið. Stöngin varð há og öxin stór, en kjarninn náði engum verulegum þroska. Svo má segja, að þrátt fyrir þann árangur, sem Magnús náði, sé hann fremur vondaufur um gildi kornyrkju í íslenzkum landbúnaði og frjósemi jarðvegsins, heldur hann einnig, að ekki sé rétt að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.