Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Blaðsíða 74

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Blaðsíða 74
76 indanna mun og stjórnin að mestu hafa hætt að trúa á mögu- leika kornyrkju, því að í erindisbréfi, er Þórði Thoroddi var gefið 1786, er liann var sendur sem eins konar landbúnað- arráðunautur til landsins, segir: „Kornyrkju skal ekki sinnt, nema ef finnast skyldu einstakir staðir, sem byðu svo góð skilyrði til tilrauna, að þér liefðuð gildar ástæður, til að ætla, að góður árangur næðist. Þó má engan veginn reka slíkar til- raunir nema í smáum stíl og á stöðum, sem bjóða framúr- skarandi skilyrði.“28) Svo var þá þessum málum komið, þeg- ar fyrsti búfræðilærði íslendingurinn settist að á íslandi í því augnamiði að kenna landsmönnum jarðyrkju. Má segja, að með Móðuharðindunum leggist akuryrkjutilraunir nið- ur með öllu hér á landi í meira en heila öld. Og meira að segja trúin á, að korn geti náð hér fullurn þroska, dó einnig að mestu. Svo að raunverulega var við miklu rammari reip að draga í þeim efnum, er kornyrkja var hafin á þessari öld en verið hafði um 1750. Eins og yfirlitið hér á undan sýnir, er getið um 29 tilraunir alls á þessum tveimur öldum. Vafalaust hafa þær verið fleiri, því að ekkert er hermt um framkvæmdir margra hinna er- lendu bænda. Af þessum 29 tilraunum má segja, að 16 hafi heppnast að meira eða minna leyti, 8 misheppnast með öllu en um 5 verður ekkert sagt. En líklegt má þó telja að a. m. k. tvær þeirra hafi mislieppnast. Þótt niðurstaðan sé þannig allt annað en glæsileg, er þó vert að taka eftir einu. Á Suður- og Suðvesturlandi heppnast mikill meiri hluti tilraunanna, einmitt í þeini héruðum, sem kornyrkjan var útbreiddust til forna og entist lengst. En norðanlands misheppnast flest- ar tilraunirnar, nema við Eyjafjörð, og ber þar að sama brunni, samanborið við heimildir um kornyrkjuna fornu. Mun þetta og vera í fullu samræmi við veðurfar í sveitum landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.