Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Qupperneq 85
87
auk þess ber að hafa matargjöfina hóflega, en sem fjölbreytt-
asta, og umfram allt að reyna að tryggja sér sem bezt hey-
fóður.
Ef að þessu er horfið, er ég ekki eins kvíðinn um hreysti
kúnna og nú, þótt stefnt verði hröðum umbótaskrefum
áfram.
Ófrjósemi hjá kúm.
Engar skýrslur hef ég séð hér á landi um skaða þann, sem
landbúnaðurinn bíður árlega vegna þess, að kúm á bezta
aldri er slátrað vegna ófrjósemi. Ekki kæmi mér þó á óvart,
þótt hann skipti hundruðum þúsunda króna og jafnvel
milljónum.
í Danmörku hefur verið safnað skýrslum um þessi mál,
og þeim telst svo til, að árlega sé slátrað um 10. hverri kú
vegna ófrjósemi, einnar saman, og er það ekki lítill fjöldi
þareð Danir eiga um 1,6 millj kúa.
Ef líkt væri ástatt hjá okkur, þá mundi láta nærri, að við
yrðum að slátra 2800 kúm og kelfdum kvígum árlega vegna
ófrjósemi.
Ef reiknað er með meðalverðmætum hvers nautgrips upp
og ofan 1500 kr., og að kjötverð þeirra sé ekki meira en
helmingur þeirrar upphæðar, þá mundi hið árlega tjón
nema rúmum 2 milljónum króna. Tölur þessar eru þó
aðeins hugmynd, en hitt er víst, að árlegt tjón landbúnaðar-
ins af völdum ófrjósemi kúnna er mikið, og einskis má
láta ófreistað til þess að draga úr því.
Til þess má benda á ýmislegt, t. d. steinefnaskort, bæti-
efnaskort, offóðrun o. m. fl., sem bændur sjálfir geta reynt
að leiðrétta, en í mjög mörgum tilfellum er nauðsynleg
aðstoð faglærðra manna, og á ég þar við dýralækna.
Dýralæknar eru sárfáir á landinu, aðeins 6 lærðir dýra-
læknar starfa að dýralækningum og skipta með sér störfum
í voru stóra og erfiða landi.