Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Síða 86
88
í Danmörku eru um 1300 dýralæknar og landið þó aðeins
2/5 af stærð íslands!
Þing vort hefur þó nýlega samþykkt lög um fjölgun dýra-
lækna, þannig að framvegis skuli vera 9 héraðs-dýralæknar
auk yfirdýralæknis. Slík vettlingatök ná vitanlega engri átt,
og nýtízku landbúnaður krefst að minnsta kosti eins
dýralæknis í hverri sýslu og í sumum jafnvel tveggja. Það
er von mín, að þetta lagist brátt.
En svo ég snúi mér aftur að ófrjósemi kúnna, þá skal ég
nú í stuttu máli reyna að gefa nokkurt yfirlit yfir það flókna
vandamál.
Við gerum þær kröfur til kúnna, að þær komist í sem
hæsta nyt eftir hvern burð. Þegar mjólkurmyndunin nær
hámarki sínu, eiga þó kýrnar að beiða aftur helzt eigi síðar
en 9—12 vikurn eftir burð, svo lxægt sé þá að koma í þær
kálfi á ný, því takmarkið er, að hver kýr beri einu sinni á
liverju almanaksári. Ef kýr annað livort ekki beiðir á til-
skildunt tíma eftir burð, eða beiðir tvisvar eða oftar upp,
grunar okkur, að ekki sé allt með felldu og aðgerða er leitað,
kýain er þá a. m. k. um stundarsakir ófrjó.
Það er víst óhætt að fullyrða að sumar þeirra kúa, sem
eigandinn gefst upp við að fá kálf í að nýju, eru ekki varan-
lega ófrjóar, heldur þurfa annað hvort lengri hvíldar en
venjulega til þess að ná sér eftir þá áreynslu, sem síðustu
mánuðir meðgöngutímans, burðurinn og hin mikla mjólkur-
framleiðsla eftir burð eru líkama hennar, eða þarfnast réttra
aðgerða, svo sem útskolunar, eggjastokksmeðhöudlunar eða
bættrar fóðrunar.
Þegar talað er um ófrjósemi kúa, þá sameinast í því hug-
taki sumpart tilfelli, þar sem kýrnar, af einni eða annarri
ástæðu, hafa orðið varanlega ófrjóar, og sumpart tilfelli,
þar sem tímabundnar truflanir liindra að þær fái fang á
tilsettum tíma.
Ef við eigum að bæta frjósemisskilyrði kúnna hér, verð-