Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Blaðsíða 90
92
eða alls ekki í fjósi og einkum seinni liluta vetrar, en beiða
fljótt eftir að farið er að hleypa þeim út.
Nokkrir skilmerkilegir bændur liér í Eyjafirði, sem hafa
tekið upp þann sið að láta kýrnar út daglega allan vetur-
inn, þegar veður leyfa, tjá mér, að enginn vafi leiki á því, að
þær beiða betur en ella; ástæðan til þess er sú, að sólar-
ljósið (dagsbirtan) inniheldur geisla, sem verka á viss efni í
húð kýrinnar (Ergosterol), breyta þeim (aktivera) í D-bæti-
efni, en það eykur not kalks og fosfórs úr fóðrinu og örfar
þannig starfsemi eggjastokkanna; ekki er ólíklegt, að hið
hreina loft og hreyfingin úti hafi einnig góð áhrif í þá átt.
Annars eru dýralæknisaðgerðir við þessum kvillum oft
óþakklátt starf, þar eð bændur krefjast skjótra úrbóta.
Við stöndum hér andspænis hinu heilbrigða svari líkam-
ans við skortinum, að leggja ekki nýjar byrðar á hann
(fósturmyndun), ef efnaskortur er fyrir. Eina leiðin til úr-
bóta er að bæta og auka fóðurgjöfina og bæta fóðrið upp
með steinefnum og bætiefnum.
Hér eigum við íslendingar öfundsvert lyf í þorskalýsinu,
auk þess verðum við að reyna að gefa kalk og fosfór (sjá
greinina um kalk- og fosfórskort).
Uppbeiðsli, án nokkurrar vitanlegrar orsakar, eru mjög
tíð. Þau stafa oft, eins og áður er sagt, af bólgum í kynfær-
unum, en sjálfsagt einnig oft af efnaskorti. Ef holdafar
uppbeiðsliskúa er lélegt, er ástæða til þess að ætla, að um
skort sé að ræða á eggjahvítuefnum, bætiefnum og jafnvel
steinefnum. Ef kýmar eru í góðum holdum, mun þó varla
vera um eggjahvítuskort að ræða, en þá ber að athuga stein-
efnin og bætiefnin.
Steinefnaskortur.
Það er sannað, að fosfórskortur einn sanian er oft mikil-
væg orsök ófrjósemi í fosfórsnauðum landshlutum. Þá beiða
kýrnar iðulega upp og oft óreglulega, stundum liggja þær
niðri um stund, stundum láta þær ungum fóstrum eða fæða