Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Blaðsíða 97
99
leið leggur hún honum skyldur á herðar, því að hún er skjól-
stæðingur hans. Hann sér hana ekki sem hangandi kro£ í
sláturhúsi eða rjúkandi steik á diski, heldur sem holdi og
blóði gædda veru með eigin vilja, venjum og séreinkennum.
Honum verður fjárhaldið að nokkurs konar samkvæmis-
lífi, að list fremur en vísindagrein. Hjörðin er hans sam-
félag, viðgangur hennar hlutverk hans í lífinu. Hann þekkir
hverja skepnu, sögu hennar og eiginleika, hún á sér nafn,
persónuleika og framtíð. Hann er sjálfur mikilsverður hluti
af stærri heild, herra og verndari í sínu eigin ríki.
Á þennan hátt auðgar hann líf sitt, gefur því lit og fyll-
ingu, sem ekki væri mögulegt, ef hann liti á starf sitt einung-
is sem hagkvæma leið til að fylla munn og maga.
Þetta viðhorf á kannske mest rót sína að rekja til sérein-
kenna íslenzkra kinda og sérskilyrða þessa atvinnuvegar á
íslandi.
Hjörðin er venjulega lítil, því að mikið þarf fyrir hverri
skepnu að hafa. Þess vegna hlýtur hver kind tiltölulega stór-
an skerf af athygli.
Meira er þó um \ert, að íslenzka kindin heldur enn miklu
af eðli og eiginleikum liinna villtu forfeðra sinna, einstakl-
ingsleika, hálfvilltum háttum, frumstæðum hvötum. Vegna
þess að lífsskilyrðin eru enn í ýmsu þau sömu og áður en hún
var tamin, heldur hún miklu af hinum fríska, rómantíska
blæ villilífsins. Hún ráfar um fjöll og óbyggðir, sér og reynir
kannske meira en sjálfur eigandinn.
Einstaklingsleikinn einn sér eykur mjög á gildi hennar,
gefur hverri kind sinn eiginn „karakter". Mismunandi skap-
lyndi, venjur, stærð, lögun og litur, allt beinir athyglinni frá
hjörðinni að einstaklingnum, frá fjöldanum, sem óbreyttri
heild, að Hvíthyrnu, Gránu og Höttu, sem sjálfstæðum, stríð-
andi og starfandi veruin. Tilhneiging bóndans hefur og oft-
ast fremur verið sú að viðhalda þessari margbreytni, en að
afmá hana. Að öðru jöfnu voru Fera og Hatta heldur látnar
lifa en Hvíthvrna, Hnjúkagimbrin fremur og Girðingagul.
7*