Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Page 97

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Page 97
99 leið leggur hún honum skyldur á herðar, því að hún er skjól- stæðingur hans. Hann sér hana ekki sem hangandi kro£ í sláturhúsi eða rjúkandi steik á diski, heldur sem holdi og blóði gædda veru með eigin vilja, venjum og séreinkennum. Honum verður fjárhaldið að nokkurs konar samkvæmis- lífi, að list fremur en vísindagrein. Hjörðin er hans sam- félag, viðgangur hennar hlutverk hans í lífinu. Hann þekkir hverja skepnu, sögu hennar og eiginleika, hún á sér nafn, persónuleika og framtíð. Hann er sjálfur mikilsverður hluti af stærri heild, herra og verndari í sínu eigin ríki. Á þennan hátt auðgar hann líf sitt, gefur því lit og fyll- ingu, sem ekki væri mögulegt, ef hann liti á starf sitt einung- is sem hagkvæma leið til að fylla munn og maga. Þetta viðhorf á kannske mest rót sína að rekja til sérein- kenna íslenzkra kinda og sérskilyrða þessa atvinnuvegar á íslandi. Hjörðin er venjulega lítil, því að mikið þarf fyrir hverri skepnu að hafa. Þess vegna hlýtur hver kind tiltölulega stór- an skerf af athygli. Meira er þó um \ert, að íslenzka kindin heldur enn miklu af eðli og eiginleikum liinna villtu forfeðra sinna, einstakl- ingsleika, hálfvilltum háttum, frumstæðum hvötum. Vegna þess að lífsskilyrðin eru enn í ýmsu þau sömu og áður en hún var tamin, heldur hún miklu af hinum fríska, rómantíska blæ villilífsins. Hún ráfar um fjöll og óbyggðir, sér og reynir kannske meira en sjálfur eigandinn. Einstaklingsleikinn einn sér eykur mjög á gildi hennar, gefur hverri kind sinn eiginn „karakter". Mismunandi skap- lyndi, venjur, stærð, lögun og litur, allt beinir athyglinni frá hjörðinni að einstaklingnum, frá fjöldanum, sem óbreyttri heild, að Hvíthyrnu, Gránu og Höttu, sem sjálfstæðum, stríð- andi og starfandi veruin. Tilhneiging bóndans hefur og oft- ast fremur verið sú að viðhalda þessari margbreytni, en að afmá hana. Að öðru jöfnu voru Fera og Hatta heldur látnar lifa en Hvíthvrna, Hnjúkagimbrin fremur og Girðingagul. 7*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.