Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Blaðsíða 98
100
Undir þessum skilyrðum hefur forystuféð haldizt við.
Þessu hugarfari á það kannske fyrst og fremst að þakka til-
veru sína og vinsældir.
Þar sem sauðfé er einungis skoðað sem verzlunarvara, er
það löngu horfið veg allrar veraldar.
Fyrir íslenzka fjármanninn felst annað aðalgildi hennar í
því að vera frábrugðin fjöldanum, sérkennileg persóna í
samfélaginu. Hún kryddar hjörðina eins og saltið grautinn.
Hver er svo uppruni þessa fjár og eðli sérkenna þess?
Islenzka sauðféð í lieild sinni er grein af liinum ævagamla
Norðurevrópska stofni, grein, sem varðveitir í sér mörg
einkenni feðranna, sem flestallar aðrar ættkvíslir hafa löngu
glatað undir margra alda truflun og afskiptum manna og
annarlegra staðhátta.
Frumstofninn á íslandi hefur án efa orðið til úr samruna
ýmissa kynja frá Skandinavíu og Bretlandseyjum, enda hjara
enn á báðum þessum stöðum leifar af náskyldu fé, þótt
heldur sé nú að þeim tekið að þrengja, sökum sóknar bættra
fjárkynja sunnan frá. Um útlit og eiginleika þessara fyrstu
kynja á íslandi verður ekkert sagt með vissu, en sjálfsagt
hafa þau öll verið áþekk í aðalatriðum og ekki mjög frá-
brugðin þeirri almennu gerð, sem hér lifði fram eftir öllum
öldum og jafnvel enn í dag.
Þó að norræni stofninn, sem íslenzka féð rekur ætt sína til,
væri frumstæður, var liann þó kominn langa leið frá villi-
fénu forfeðrum sínum. Hinir síðarnefndu, sem lifðu
í köldu héruðum Norður-Evrópu og háfjöllum lengra
suður, voru mógrákápóttir að lit, hyrntir, háfættir og hold-
rýrir, líkt og Múfflonféð er enn í dag. Norræna féð í heild
hafði þá þegar tekið miklum breytingum, sem alltaf eru
samfara tamningu villtra tegunda, þegar til lengdar lætur.
Liturinn, sem er mest áberandi, hafði misst festu. Langflest-
ar kindurnar voru hvítar, aðrar svartar, mórauðar eða með
sambland þessara liía, ýmist reglulega dreifðum eða í skell-
mn, reglulegum eða óreglulegum. Sumar voru kollóttar, aðr-