Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Qupperneq 99
101
ar jafnvel fjölhyrntar. Vaxtarlagið var þunglamalegra, villi-
eðlið slæft.
Síðan á landnámsöld hefur þróunin þokazt áfram í sörnu
átt, þótt liægt hafi farið, því að feður vorir hafa víst fremur
lítið gert að því að grípa fram í fyrir náttúrunni áþessusviði.
Tilhneigingin er þó greinilega sú, að féð víkur þeim mun
lengra frá frumforminu sem skilyrðin eru meir tilbúin eða
ónáttúrleg. Mikill meiri hluti fjárins er nú hvítur, fitugjarn
.og rólyndur í samanburði við villiféð, því að frá praktísku
sjónarmiði hefur alltaf þótt æskilegt að meiri hlutinn væri
þannig.
Með markvissu úrvali og temprun lífsskilyrða er auðvelt
að beina þessari þróun inn á vissar brautir og hraða henni
með ýmsum brögðum.
Þannig hafa öll hin svonefndu bættu kyn í Evrópu og
víðar orðið til. í samanburði við þessi kyn er íslenzka féð
næsta frumstætt og einstaklingarnir sundurleitir. Hráefnið
hefur enn ekki verið mótað í verulega fast eða föst form.
Eðlið er fastheldið, arfgengnin er þrautseig og þrjózkast
við að breyta sér. Undarlega lengi skjóta upp kollinunr ein-
staklingar, sem bera í sér lítið breytta eiginleika fjarlægra
ættliða. I kynstofni, þar sem afbrigðilegum einstaklingum
liefur verið útrýmt áratugum og öldum saman, fæðist snögg-
lega lamb, sem gæti virzt komið beina leið aftan úr grárri
forneskju.
Dæmi um slíkar eftirlegukindur er forystuféð. Ef þetta fé
er athugað, verður strax ljóst, að það hefur sérstakan, sam-
eiginlegan eðlisþátt og, með örfáum undantekningum, sama
útlit í stórum dráttum. Nafn sitt f'forysta af forvista) hefur
það hlotið vegna þeirrar tilhneigingar, sem sérkennirþað.að
fara á undan hjörðinni í rekstrum. Það ryðst fram úr hópn-
um, brýzt gegnum torfærur, sem aðrar kindur hverfa frá án
atlögu. Það virðist aldrei ánægt í rekstrinum meðan nokkur
kind er frámundan. Það er líkt og það sé hnúið áfram af
ómótstæðilegu afli.