Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Page 100
Ýmsir vilja Kalla það metnað, og vel má vera að hann eigi
hlut í. Keppni er vel þekkt fyrirbæri meðal dýra. — Ef til
vill er styggð eitthvað um að kenna. En aðalatriðið er þó
sennilega áskapaður, frumstæður lífskraftur, tilhneiging til
að ganga hratt og komast sem fyrst að vissu marki, hvað sem
það er, gras, vatn eða hvíldarstaður. Torfærur megna ein-
ungis að ýta undir þá tilhneigingu, þær espa forystukindina
til enn harðari áhlaupa. Afleiðingin er sú að hún gerist vís-
vitandi eða óvísvitandi leiðtogi iijarðarinnar, safnið venst á
að fylgja henni og haga sér eftir henni, líkt og börn í for-
ingjaleik.
Athugulir menn hafa þótzt taka eftir því, að hún muni
finna til ábyrgðar sinnar, sé meira að segja stolt af foringja-
stöðu sinni. Hver vtit?
Þessi dugnaður og harka er nátengd öðrum líkamlegum
eiginleikum forystufjárins. Forystan er jafnaðarlega holdrýr-
asta kindin í hjörðinni, háfætt, kviðdregin, ullarrýr. Fjall-
sækin er hún og stygg í haga, að öllu samanlögðu flest það,
sem venjulegum kindum telst til ókosta. Sjón og heyrn hef-
ur hún næma og að því er virðist mjög skarpa athugunar-
gáfu. Jafnframt er hún samkvæmt almanna trú gædd meiri
„gáfum“ en almennt gerist með sauðkindur, sem ekki þykja
aflögufærar á því sviði. Hvort sem gáfur er rétta orðið, er
það víst, að forystan hefur næmari tilfinningu fyrir því,
hvernig snúast skuli við ýmsum fyrirbrigðum umheimsins,
þannig, að öryggi þeirra og áframhaldandi lífi sé bezt borgið.
Þær eru slungnari að bera sig eftir björginni en aðrar
kindur, varast betur hættur, gæta betur afkvæmis síns, rata
betur í hlé fyrir veðrum, skynja jafnvel nálægð illviðra fyrir-
fram.
í öllum atriðum eru þær betur útbúnar til að bjargast við
örðug lífskjör og hættur umhverfis síns.
Með öðrum orðum: Þær eru betur sjálfbjarga en sá ættlið-
ur, sem þær hafa fæðzt meðal.
Niðurstaðan er nú augljós. í öllum atriðum, sem greina