Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Page 114
116
6. Álit allsherjai'nefndar:
a. Ketill S. Guðjónsson hafði á hendi framsögu af hálfu
nefndarinnar og lagði fram svohljóðandi álit:
„Út af bréfi Gísla Kristjánssonar, ritstjóra „Freys“, um að
haldin sé héraðssýning í Eyjafirði á komanda vori, vill aðal-
fundur B. S. E. taka fram:
í fyrsta lagi er svo háttað, að búfjársjúkdómar herja hérað-
ið og skifta því í svæði, sem ekki má flytja skepnur á milli.
í öðru lagi eru sýningar, eins og sú, sem hér er hugsað fyr-
ir, mjög fjárfrekar, bæði um stofnkostnað og rekstursfé.
Af þessum ástæðum og fleirum, sem ekki verða hér rædd-
ar, lítur fundurinn svo á, að ekki sé unnt eins og sakir standa,
að leggja þessu máli lið eða koma því í framkvæmd."
Var þetta samþykkt í einu hljóði.
b. Út af erindi Stefáns Stefánssonar, um fóðurbætiskaup
og ýmsar aðgerðir í þeim málum, lagði nefndin fram álit,
sem var rætt að nokkru og að síðustu samþykkti fundurinn
ályktunina með nokkrum breytingum, með öllum greidd-
um atkvæðum. Er það svohljóðandi:
„Út af umræðum um fóðurbæti og fóðurbætiskaup, er
vísað var til allsherjarnefndar, vill nefndin lýsa því yfir, að
hún telur núverandi ástand þessara mála óviðunandi og tel-
ur að mikilla úrbóta sé þörf.“
„Aðalfundur B. S. E. samþykkir:
1. Að óska eftir að K. E. A., annað hvort eitt fyrir sig eða
í sambandi við önnur kaupfélög, hafi sérstakan trúnaðar-
mann við innkaup á síldar- og fiskimjöldi því, sem það
kaupir til skepnufóðurs. Ennfremur að það reyni að tryggja
innflutning þeirra fóðurtegunda, sem taldar eru nauðsyn-
legar með síldar- og fiskimjöli, til þess að fá sem bezta fóður-
blöndu.
2. Að fara þess á leit við Atvinnudeild Háskólans, að hún
taki til rannsóknar, hvernig síldarmjöl þarf að vera framleitt
svo að það sé gott og lystugt fóður, og að hún beiti sér fyrir