Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Síða 117
119
sé náð, sem nauðsynlegt er að vinna að, þ. e. að allur hey-
fengur fáist af ræktuðu landi.
Miklu fremur mun ástæðan vera sú, að í sumum búnaðar-
félögunum er tilfinnanlegur skortur á stórvirkum vélum til
jarðyrkjunnar.
Aftur á móti sýnir skýrslan mikla aukningu á sumum öðr-
um liðum, svo sem byggingu áburðarhúsa og safnþróa. Er
gott til þess að vita, að hirðing húsdýraáburðarins fer þann-
ig batnandi. Árið 1946 eru byggð áburðarhús og safnþrær að
rúmmáli 1.184 m3, en 1947 er þessi tala meira en tvöföld, eða
2.885.5 m3. Sama má segja um byggingu á votheyshlöðum,
þar er mikil aukning frá árinu 1946, þótt ekki sé steypt eins
mikið af þeim eins og árið 1945. En þá munu hafa verið
steyptar votheyshlöður að rúmmáli 403.5 m3. Þá eru ótaldar
þær framkvæmdir á sviði ræktunarmálanna, sem ekki koma
fram á jarðabótaskýrslunni, en það eru vélgröfnu skurðirnir.
Á búnaðarsambandssvæðinu hefur sumarið 1947 verið
unnið að skurðgreftri með 4 skurðgröfum. Tvær þeirra,
skurðgröfurnar í Svarfaðardal og í Glæsibæjarhreppi, eru
eign Vélasjóðs. Eina eiga bændur í Öngulsstaðahreppi, og
er búið að vinna þar með henni síðan sumarið 1942. Fjórðu
gröfuna keypti Ræktunarsamband Hrafnagils- og Saurbæj-
arhrepps síðastliðið vor og var unnið með henni í Saurbæj-
arhreppi síðastliðið sumar.
Gröfturinn með skurðgröfunum varð sumarið 1947 sem
hér segir:
Öngulsstaðahr. grafið á 6 bæjum 7.318 m = 24.932.5 m3
Saurbæjarhr. grafið á 7 bæjum 7.581 m = 29.330.7 m3
Glæsibæjarhr. grafið á 6 bæjum 6.612 m = 23.768.6 m’
Svarfaðardalshr. grafið á 7 bæjum 5.167 m = 19.453.3 m3
Alls grafið 1947 26.786 m = 97.485.1 m3
Akureyri, 14. marz 1948.
Vilhelm Þórarinsson.