Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1917, Blaðsíða 61
63
sand í garðinn. Sje jökulleðja til er ágætt að flytja
hana í garðinn, því reynslan hefir sýnt, að þar sem
hún er í görðum vaxa jarðepli mun betur en annar-
staðar, þótt önnur skilyrði sjeu jöfn.
Áburður.
Jarðepli þurfa mikinn og ljettuppleysanlegan áburð
og þau borga hann svo vel, að það er stór yfirsjón,
að láta þau hafa hann af skornum skamti, svo að
næringarskortur hindri eðlilegan vöxt þeirra.
Bestur áburður er eflaust hrossatað, en góðan
áburð má eflaust telja sauðatað, safnhaugaáburð,
foraráburð, sem þá væri borinn á eftir að vöxtur er
kominn í jarðeplin; enn fremur þari, ef hann er bor-
inn í garðinn að haustinu og látinn standa í haug yfir
veturinn, svo klórsambönd þarans skolist burtu, áð-
ur en hann er borinn í garðinn.
Útlendur verslunaráburður má líka teljast góður
fyrir jarðepli, og því sjálfsagt að nota hann ef skort-
ur er á öðru, en eins og nú stendur á, mun hann tæp-
lega koma til greina, þar sem að minsta kosti „kali“
er ófáanlegt.
Hversu mikið þarf að bera á er ekki gott að segja,
þar kemur til greina fyrst og fremst eðlisástand og
frjósemi jarðvegarins, uppskerumagn undanfarin ár,
í hlutfalli við þann áburð, sem garðurinn hefir feng-
ið; þó mun mega telja 80—100 kerruhlöss af hús-
dýraáburði nægilegan áburð á dagsl. undir flestum
kringumstæðum.