Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1994, Blaðsíða 6
6
GILS GUÐMUNDSSON
aðra bóka og átti þar inni nokkra fjármuni. í bréfi 10. okt. 1859
bað hann nafna sinn að greiða 60 ríkisdali upp í skuldina við Pál
bókbindara. Peningarnir voru þá ekki í handraða hjá Jóni Sigurðs-
syni. Vorið eftir skrifar hann nafna sínum Borgfirðingi:
„Ekki hef ég enn borgað Páli Sveinssyni neitt yðar vegna, enda
hefur hann ekki krafist þess, og eins og þér getið nærri, þá er ætíð
skarpt um peninga hér hjá oss.“
Væntanlega hefur Páll fengið skuldina greidda að lokum.
Páll Sveinsson bjó mestan eða allan síðari hluta ævi sinnar að
Gammelm0nt 12, sem er nokkurn veginn miðja vegu milli
Kóngsins nýjatorgs og Kaupmakaragötu.
Um Pál Sveinsson, störf hans og æviferil er næsta fátt skráð.
Helst er sitthvað um það efni að fínna í sendibréfum. Mynd af
honum birtist í Sunnanfara 1912 og fylgdu fáein orð. Þar segir:
„Páll þótti einkennilegur maður að mörgu, en jafnframt hjálpsam-
ur maður og góðmenni."
Benedikt Gröndal, sem þekkti Pál vel og hafði ýmislegt saman
við hann að sælda, bregður upp af honum þessari mynd í
Dægradvöl sinni:
„Páll var bókbindari, gáfaður og einkennilegur, skrítinn í máli;
hafði einungis sveinsbréf, en mátti halda sveina til að kenna.
Seinna fór hann að drekka of mikið brennivín, var þó aldrei
eiginlega fullur, en vann alltaf með brennivínsílöskuna fyrir
framan sig og staupaði sig allan daginn, og það held ég hafí dregið
hann til dauða um síðir.“
Annar góðvinur Páls, Steingrímur Thorsteinsson, hefur lýst
honum nokkuð í bréfum til Árna landfógeta bróður síns. I bréfi
dagsettu 11. apríl 1856 segir hann: „Páll Sveinsson er alltaf að
binda, og er efri vörin alltaf heldur að færast út. Ég hitti þá saman
hér um daginn, Magnús Eiríksson og hann, og þeir voru í ákafri
dispútasíu um ódauðleik sálarinnar og andatrú, og Páll sagðist
engu trúa og það væri allt saman lygi.“
I bréfi skömmu síðar segir Steingrímur:
„Páll Sveinsson var hér um daginn á opinberum stað, og þá fór
ókunnugur maður að tala við hann og spurði hann, hvort hann
væ'ri stúdent, en Páll svarað með þykkjusvip: „Fanden heller.““
2
Enda þótt Páll Sveinsson væri dugandi bókbindari og hefði þá
iðju að aðalstarfi um dagana, er það þó önnur sýsla hans sem