Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1994, Blaðsíða 20

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1994, Blaðsíða 20
20 FINNBOGI GUÐMUNDSSON Alþingi ályktar: 1. að sameina beri Háskólabókasafn Landsbókasafni eins fljótt og unnt er á næstu árum, þannig að Landsbókasafn verði aðal- safn, en í Háskólabókasafni sé sá þáttur starfseminnar, sem miðast við handbóka- og námsþarfír stúdenta og kennslu- undirbúning og rannsóknir kennara, 2. að fela ríkisstjórninni að gera nauðsynlegar ráðstafanir í þessa átt, 3. að nú þegar verði svo náið samstarf upp tekið milli Landsbóka- safns og Háskólabókasafns sem við verður komið að áliti forráðamanna þeirra, og hliðsjón höfð af væntanlegri samein- ing safnanna. Þótt þess væri eðlilega vænzt, að til skarar yrði látið skríða í bókhlöðumálinu, dróst það enn á langinn, og leyndu sér ekki vonbrigði Finns Sigmundssonar, er hann segir íjúní 1964 í skýrslu um safnið 1962-63 á þessa leið: „í síðustu Árbókum hefir verið að því vikið, að fyrirhugað væri að reisa nýja bókhlöðu fyrir Landsbókasafn, en Háskólabókasafn yrði síðan sameinað því. Skyldi Landsbókasafn þá rekið eins og áður sem þjóðbókasafn, en fengið til viðbótar það hlutverk að sinna bókaþörf Háskólans. Þegar Handritastofnun Islands var sett á laggir án þess að viðunandi húsnæði væri fyrir hendi, munu margir hafa litið svo á, að líklegasta leiðin til úrlausnar væri að hraða byggingu bókhlöðunnar, svo að þessi nýja stofnun gæti einnig fengið þar virðulegt húsnæði. Nú hafa mál skipazt þannig, að ákveðið mun vera að reisa sérstakt hús vegna Handritastofnun- arinnar, en á hitt minnist enginn, að Landsbókasafni muni bráð þörf á auknu húsnæði.“ Á húsnæðismálum Landsbókasafns, svo og Háskólabókasafns og Þjóðskjalasafns, hlaut þó að verða hamrað eftir sem áður, og í skýrslu um Landsbókasafnið 1964, dagsettri 15. júní 1965, reifar Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður þau allýtarlega og legg- ur að lokum til, „að skipuð verði hið bráðasta nefnd manna til að kanna þetta mál og gera tillögur um ákveðnar framkvæmdir til úrbóta, framkvæmdir, sem verði ekki einu sinni enn skotið á langan frest“. Þessari áskorun var síðan fylgt eftir, og lögðust þar á sömu sveif háskólarektor og háskólabókavörður. Urðu lyktir þær, að menntamálaráðherra skipaði 6. júní 1966 Birgi Thorlacius ráðuneytisstjóra, Björn Sigfússon háskólabókavörð og Finnboga Guðmundsson landsbókavörð í nefnd „til að athuga, hversu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.