Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1952, Qupperneq 1

Frjáls verslun - 01.10.1952, Qupperneq 1
VÍSITÖLUR LEYSA EKKI VANDAMÁLIN Hlutverk vísitalna er að gera flókna hluti ein- falda. Þcer eru nokkurs konar reikningskvarði, sem lesa md af ýmsar tölulegar breytingar, sem ella þyrfti að reikna út með œrinni ÍYrirhöfn. Það md reikna út vísitölur fyrir ótal þjóðfélagsfyrir- bœri, svo sem mannfjölgun, framleiðslumagn, hei'd- söluverð, framfœrslukostnað o.s.frv. Þeim er það öllum sameiginlegt, að þcer byggja hver um sig á fastri grunneiningu eða grunntölu, sem samsett er þá úr fleiri grunneiningum og sýna þróunina á ákveðnum tímafresti, t. d. mánaðarlega eða árlega. Af þeim má þannig marka framvindu ýmissa þátta í þjóðfélagsbyggingunni og atvinnu- lífinu. Hversu ncerfœr vísitalan er um framþróun- ina, fer eftir því, hvers eðlis grundvöllur hennar er og hve víðtœkra gagna hefur verið aflað til hans. Þá er það og nauðsynlegt, að ef grundvöllurinn er myndaður af mörgum eini.ngum, að innbyrðis hlutfall þeirra breytist ekki, því að til slíkra breyt- inga ncer vísitalan elcki. Verði verulegar breyt- ingar á hlutfallinu milli gundvallaþáttanna, fer vísitalan að verða hœpinn reikningskvarði. Hún vísar þá rangt til, og mönnum hcettir við að draga rangar ályktanir af bendingum hennar. Vísitölur eru sem sé reikningstœki, sem getur verið til þceginda, en gjalda verður þó varhug við að treysta í blindni, því að þœr geta ekki fremur en önnur slík verkfœri leyst mannlega skyn- semi af hólmi. Ástceðan til þess, að verið er hér að tína fram þessar alkunnu staðreyndir um vísitölurnar, er sú, að oftrú á vísitölur virðist nú hafa altekið þjóðina, jafnframt þvi að menn gerast um of gleymnir á fyrmefnd grundvallaratriði, að visi- talan verður rangvísandi, ef grundvöllur hennar breytist, sem og hitt, að hlutverk hennar er að gera flókna hluti einfalda, en ekki einfalda hluti flókna. Oftrúin á vísitölumar lýsir sér í því, að íslenzkri þ'óðarskútu er nú stýrt í b'indri eftir tveim vís- tölum, kaupgjalds- og landbúnaðarafurðavísitölu, með þeim árangri, að stefnan er tekin á sker. Það er ófrjótt deilumál hér að rekja, að hve miklu leyti nefndar vísitölur kunna að vera orðn- ar rangvísandi, enda er það ekki höfuðatriðið, eins og nú er högum háttað. Það, sem meira veg- ur, er að gera sér grein fyrir því, hvert stefnir, ef áfram verður siglt eftir vísitölu-„kúrs." Áður en lengra er farið út í þá sálma, er nauð- syn'egt, að menn geri sér fulla grein fyrir, hvaða lögmálum þjóðartekjurnar og hœð kaupgjalds- ins lúta. Þjóðartekjumar og þá um leið hámark kaupgjaldsins ákvarðast með eðlilegum hœtti af fram'eiðs'.umagninu og verzlunarkjörunum á hverj- um tíma, þ.e.a.s. andvirði framleiðslunnar er það peningaverðmœti, sem til skipta kemur milli borg- aranna í formi kaupgjalds og annarra tekna. Með öðrum orðum sagt, sé lítið framleitt eða söluverð lágt á hinum framleiddu vörum, kemur lœgri upp- hœð til skiptanna milli þegnanna en ef mikið er framleitt og framleiðsan seld háu verði. Vert er og að hafa það hugfast, að hér á landi skipta verzl- unarkjörin ekki minna máli en framleiðslumagn- ið, sökum þess hve stór hluti af þjóðarframleiðsl- unni er seldur úr landi og keyptar fyrir erlendar nauðsynjar. Kjarni málsins er því sá, að þjóðar-

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.