Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1952, Qupperneq 2

Frjáls verslun - 01.10.1952, Qupperneq 2
Forseti Islands, herra Asgeir Ásgeirsson. tekjur íslendinga eru aigerlega hdðar því, hversu mikið Iandsmenn framleiða og við hvaða verði þeir geta selt afurðir sínar úr landi. Eftir þeim verður svo kaupgjaldið til sjávar og sveita að laga sig til lengdar, ef efnahagsstarfsemin á ekki að fara úr jafnvœgi og afkomu þjóðarinnar að vera teflt í voða. En hvemig er nú kaupgjaldið hér á landi á- kvarðað? Um alllangt árabil hefur kaupgjald hér með einum eða öðrum hœtti verið að mestu látið fylgja framfœrslukostnaðinum, þ.e.a.s., ef dýrtíð hefur vaxið, hvort heldur hefur verið vegna erlendra eða innlendra verðhœkkana, hefur kaupgjald hœkkað í svipuðu hlutfalli, alveg án tillits til þess, hvort framleiðslan hefur aukizt eða verð afurð- anna á erlendum markaði hœkkað eða lcekkað. Það má meira að segja fullyrða, að að undan- förnu hafi kaupgjald stöðugt hœkkað, þrátt fyrir minnkandi framleiðslu og lœkkandi verð á út- flutningsafurðunum. Eins og kunnugt er, er verð landbúnaðarafurða reiknað út eftir annarri vísitölu, en stór liður í henni er einmitt kaupgjaldið. Með öðrum orðum. hver kaupgjaldshœkkun þýðir hœkkun á land- búnaðarafurðum og aukna dýrtíð fyrir neytendur. Afleiðingin af vísitölustefnu er því óstöðvandi dýrtíð, stöðugt verðfall peninga og nýjar gengis- fellingar. Þannig hlýtur alltaf að fara, þegar grundvall- arlögmál efnahagsstarfseminnar er virt að vettugi. En hvað er þá til ráða? Eina frambúðarlausnin hlýtur að verða sú að lofa efnahagsstarfseminni að laga sig eftir lög- málum sínum. Til þess að slíkt megi verða, á að leggja niður verðlagningu landbúnaðarafurða samkvœmt ákveðnum vísitöluútreikningi og láta hinn frjálsa markað ráða verðlagi þessara afurða. Þá munu það verða kaupmáttur almennings og framleiðslugeta bœndanna, sem ráðin hafa um verðlagningu þessara vara með svipuðum hœtti og verðákvörðun flestra annarra nauðsynja fer fram. Jafnframt œtti að hœtta að greiða kaup samkvœmt einhverjum og einhverjum vísitölum, sem á engan hátt gefa til kynna gjaldgetu þjóð- arbúsins, heldur Iáta kaupgjald ákvarðast eftir samningum launþega og vinnuveitenda, sem Framh. á bls. 82. 74 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.