Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1952, Síða 9

Frjáls verslun - 01.10.1952, Síða 9
GUÐJÓN HANSEN: zMoer oerda örlög HINNAR FRJÁLSU VERZLUNAR? í umræðum um viðskiptamál undanfarið hefur hugtakið frjáls verzlun oftast verið notað í merking- unni frjálsar vöruhreyfingar, þ. e. öllum er frjálst að flytja inn eða út, ef þeir greiða lögboðna tolla. I þrengri merkingu orðsins er auk þess krafizt, að einungis sé um fjáraflatolla að ræða. Hér verður hug- takið notað í hinni víðtækari merkingu. Til þess að hægt sé að gera sér í hugarlund þau ör- lög, sem bíða hinnar frjálsu verzlunar, er nauðsyn- legt að gera sér ljóst, hvaða markmiði ríkisvaldið keppir að og hvernig frjáls verzlun samræmist því markmiði. Framan af þessari öld, þ.e.a.s. á j)remur fyrstu ára- lugum aldarinnar, að heimsstyrjaldarárunum undan- skyldum, var markmiðið að halda verðlaginu 1 skefj- um. Verzlunin var frjáls. Ef verðlag hækkaði örar í einu landi en annars staðar og greiðsluhalli varð gagn- vart útlöndum, var gripið til hækkunar forvaxta bank- anna. Meðan fjármagnshreyfingar milli landa áttu sér stað í ríkum mæli, var þetta einfalt og árangursríkt ráð, og verzlunin gat haldizt frjáls. Þegar heimskrep])an skall á um 1930, dró mjög úr viðskiptum, og mikið atvinnuleysi gerði vart við sig. Hækkandi verðlag var nú ekki lengur J)að vandamál, sem glíma ])urfti við, en markmiðið var nú að útrýma eða draga úr atvinnuleysinu. í rauninni var hér um alþjóðlegt vandamál að ræða, sem leysa þurfti með sameiginlegum ráðstöfunum. Af alþjóðlegri samvinnu varð þó ekki, heldur reyndi hvert land um sig að út- rýma atvinnuleysi innan landamæra sinna. Með inn- flutningshöftum og auknum tollum voru sköpuð ný skilyrði fyrir innlenda framleiðslu. Við þetta minnk- aði útflutningur viðskiptalandanna, atvinnuleysið jókst þar, og þau neyddust til að gera gagnráðstafanir. Auk þess gerði hækkaður framleiðslukostnaður út- flutning frá heimalandinu örðugri. Sannast sagna var hér spilaður „Svarti Pétur,“ þar sem spilað var með atvinnuleysið og hvert útspil ork- aði minnkandi verkaskiptingu og minnkandi fram- leiðsluverðmæti þjóðanna. Og oft var ógerningur að sitja hjá, þegar markaðir viðskiptalandanna lokuðusl. Næst var gripið til vöruskiptaverzlunar útflutnings- atvinnuvegunum til hjálpar. Hin stærri markaðslönd og þau, sem höfðu mikilvægar útflutningsvörur á boð- stólum, gátu með'þessu móti aukið útfiutningsverzlun sína. Þannig tókst dr. Schacht að auka viðskipti Þjóð- verja og nágrannajrjóðanna. Hann efndi til hagsmuna- árekstra innan þessara landa, keypti þaðan landbún- aðarafurðir háu verði, en lét í staðinn dýrar iðnaðar- vörur. Lítil lönd og hráefnasnauð urðu verst úti í þessum viðskiptum. Meðan á heimsstyrjöldinni síðari stóð og á árunum eftir hana komu ný vandamál til sögunnar í stað at- vinnuleysisins. Glíml var við verðhólguna, en fyrst og fremst var þó takmarkið, að framleiðsluverðmætið yrði sem mest. Það er grundvallarsjónarmið í þeirri efnahagssam- vinnu, sem átt hefur sér stað milli Vestur-Evró])u- landanna flestra og notið hefur stuðnings Handa- ríkjanna, að verkaskiplingin yrði að aukast og hvert land yrði að einbeita sér að þeirri framleiðslu, sem það hefur beztar aðstæður til, að öðrum kosti yrði lífsafkoma þeirra J)jóða, sem lönd þessi byggja, ekki bætt að ráði. Það bar því nauðsyn til að auðvelda viðskipti landa á milli, gera hverju landi kleift að flytja inn frá þeim löndum, sem hagkvæmast var að kaupa frá, án tillits til, livert útflutningsframleiðslan fór. Það ráð var tekið, að þátttökulöndin skuldbundu sig með alþjóðasamningum til að gefa innflutningsverzl- unina að miklu leyti frjálsa, og reynt var á þingum um tollamál að fá löndin til að afsala sér rétti til tollahækkana og til að lækka gildandi tolla. Einnig áttu gengisbreytingar að eiga sér stað einungis að fengnu leyfi. FRJÁLS VERZLUN 81

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.