Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1952, Side 23

Frjáls verslun - 01.10.1952, Side 23
Stevenson os; Sparkman í sipurvíinu. Eisenhower eyðir frístundum með fjölskyldunni. í kjörráðið. Kjósendurnir velja á milli flokkslistanna yfir kjörráðsmennina — hver listi hefur 45 nöfn í New York, 32 nöfn í Kaliforníu o.s.frv. — og þar sem hægt er að treysta því í flestum tilfellum, að kjörráðsmennirnir kjósi framhjóðendur síns flokks, eru úrslit kosninganna kunn jafnskjótt og kjörráðs- mennirnir hafa verið kosnir í byrjun nóvember. i Tekur við völdum 20. janúar. Raunverulega koma kjörráðsmennirnir ekki saman til funda fyrr en 15. desember, en þá mæta fulltrúar hvers fylkis fyrir sig í sinni eigin fylkishöfuðborg. Talning atkvæða fer hins vegar ekki fram opinber- lega fyrr en 3. janúar, að úrslitin eru formlega til- kynnt í sameinuðu þingi í Washington. I augum lag- anna verður þá fyrst lýstur réttkjörinn næsti forseti Bandaríkjanna, annaðhvort Eisenhower eða Stevenson, en forsetinn tekur síðan við völdum 20. janúar 1953. Kjörráð án minnihlutaflokka. Samkvæmt stjórnarskránni, þá er það á valdi fylkj- anna sjálfra að ákveða, hvernig fulltrúar kjörráðsins skulu kosnir. Staðreyndin er nú samt sú, að öll 48 fylkin kjósa kjörráðsmenn sína í almennum kosning- um, og sá flokkur, sem fær flest atkvæði við lista- kosningu, fær alla kjörráðsmenn fylkisins kosna. Þetta fyrirkomulag má telja eina af ástæðunum fyrir því, að minnihlutaflokkar eins og Sósíalistar og Bann- menn (Templarar), sem bjóða venjulega fram til for- setakjörs, fá aldrei eitt einasta atkvæði í kjörráðinu. Tekið tillit til þjóðarbrota. Afleiðingar þeirrar venju að kasta atkvæðum hvers fylkis sem heild í kjörráðskosningum komu greinilega í ljós í New York 1948. Þrátt fyrir það, að Dewey fylkisstjóri, frambjóðandi Repúblikana, fengi ekki nema 46% greiddra atkvæða í fylkinu, fékk hann öll 47 atkvæðin, sem New York hafði þá í kjörráðinu. Við síðustu kosningar fékk Truman liðlega 2 milljónir atkvæða umfram Dewey af nálega 49 milljónum, sem greidd voru, en þó fékk hann 303 kjörráðsatkvæði samanborið við aðeins 189, sem féllu í hlut Deweys. Kjörráðskosning þýðingarmikils fylkis getur oltið á því, hvernig trúarflokkar og þjóðarbrot greiða at- kvæði sín — t. d. Gyðingar og ítalir í New York og Negrar Chicagoborgar — og með hliðsjón að þessu er mikið tillit tekið til óska og hleypidóma þessara minnihluta. i Forseti án meirihluta. Stjórnarskrá Bandaríkjanna gefur fylkjunum frjáls- ar hendur með fyrirkomulag kosninga. Engin tvö fylki hafa eins lög varðandi kjörráðskosningar, enda þótt öll fylkin miði kosningarétt við 21 árs aldur. Suður- ríkin hafa notað ýmsar aðferðir til að halda kjör- sókn niðri til tryggingar hagsmuna Demókrataflokks- ins. Áhugaleysi manna, þar sem sigur Demókrata virð- ist auðsær, dregur enn frekar úr fjölda þess fólks, sem mætir á kjörstað í Suðurríkjunum. Árangurinn af þessu kemur áþreifanlega í Ijós, þegar gerður er samanburður á forsetakosningunum 1948 í Connecti- cut, hreinræktuðu Norðurríkjafylki, og Suður-Caro- lina í Suðurríkjunum. Þessi tvö fylki hafa svipaða íbúatölu, eða um 2 milljónir, og hvort um sig hefur 8 atkvæði í kjörráðinu. Þegar úrslit voru kunn í þess- um fylkjum, kom í ljós, að á bak við hvert þeirra 8 atkvæða, sem Dewey fékk frá Connecticut, voru 54.719 Repúblikanakjósendur samanborið við 12.826 Suður- Carolinakjósendur, sem komu á hvert kjörráðsatkvæði í því fylki. Ef Repúblikunum tekst að brjóta skarð í FRJALS VERZLUN 95

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.