Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 24
liinn trausta demókratavegg Suðurríkjanna í nóvem- ber eins og Eisenhower, sem fæddur er í Texas, er vongóður með að heppnast muni, fá Demókratar ekki að þessu sinni öll þau öruggu 128 atkvæði í kjörráðið, sem komið hafa frá Suðurríkjunum undanfarna ára- tugi. Ef á hinn bóginn að Demókratar krækja í öll Suðurríkjaatkvæðin sem fyrr og bæta við þau, þó ekki sé nema naumum meiri hluti almennra atkvæða í örfáum af Norðurríkjunum, eru þeir búnir að trvggja sér öruggan sigur, jafnvel þótt Repúblikanar vinni öll hin fylkin. Það er þess vegna reikningslegur möguleiki á því, að Stevenson verði kjörinn næsti forseti Bandaríkjanna, enda þótt hann kunni að fá færrí almenn atkvæði en Eisenhower. Demókratar vongóSir. Til þess að vinna forsetakosningar, þarf viðkomandi flokkur að fá að minnsta kosti 266 kjörráðsatkvæði. í hönd farandi kosningum reikna Demókratar með, að þeir haldi Suðurríkjunum öllum, eða svo til. Þá telja þeir sig geta byggt á stuðningi þeirra fylkja, er liggja næst Suðurríkjunum og stundum eru talin með þeim, svo sem Missouri, sem hefur 13 kjörráðsatkvæði, Kentucky með 10, Vestur-Virginia og Oklahoma með 8 hvort. Demókratar þykjast einnig öruggir með Illi- nois, en þar er Stevenson fylkisstjóri. Fylkið hefur 27 atkvæði. Við þetta álíta þeir að megi bæta nokkr- um fylkjum á austurströnd Bandaríkjanna með stór- borgunum, New York fylki með 45 atkvæði, Massac- husetts 16, Michigan 20, Ohio 25, Rliode Island 4, og Kaliforníu reikna Demókratar einnig með nú eins og 1948, en hún hefur yfir að ráða 32 atkvæðum. Þá telja þeir, að Wisconsin með 12 atkvæði og Minnesota með 11 kjósi Demókrata í nóvember eins og þau gerðu fyrir fjórum árum. Ef þessi útreikningur Demókrata stenzt, þá ættu þeir að fá 359 kjörráðsatkvæði við næstu forsetakosningar en fengu 303 árið 1948. Vinna Repúblikanar Demókratafylki? Repúblikanar lifa í þeirri trú, að þeir haldi þeim fylkjum, sem Dewey vann síðast, en það eru Pennsyl- vania (32), New Jersey (16), Connecticut (8), Mary- land (9), Delaware (3), Indiana (13), New Hamps- hire (4) og Oregon (6). Tölur innan sviga eru kjör- ráðsatkvæði hvers fylkis. Repúblikanar reikna einnig með því, að Eisenhower hafi það mikið persónufylgi umfram keppinaut sinn, að telja megi nokkurn veginn öruggt, að hann vinni þau fylki, þar sem sára litlu munaði við síðustu kosningar, en þau eru Kalifornía, Ohio, Michigan og New York. Þessi fjögur fylki hafa til samans 122 atkvæði. Repúblikanar vonast sömu- leiðis eftir að geta unnið landbúnaðarfylkin Wiscon- sin og Minnesota frá Demókrötum og telja sig svo til örugga með hin svonefndu fjallafylki, Colorado (6), Idaho (4) og Utah (4). Landbúnaðarfylkið Iowa (10) eigna þeir sér ennfremur í næstu kosningum. Þá geta Repúblikanar eignfært sér nokkur fylki, sem bregðast þeim aldrei, en það eru Maine (5), Vermont (3), Norður-Dakota (4), Suður-Dakota (4), Nehraska (6) og Kansas (8). Ekki telja þeir heldur útilokað að vinna Texas af Demókrötum, þar sem klofningur hef- ur komið upp í herbúðum þeirra í þessu höfuðvígi Suðurríkjanna. Þar mundu Repúblikanar fá til við- bótar 24 kjörráðsatkvæði. Ennfremur vonast þeir til að vinna Virginia, Massachusetts og Rhode Island af Demókrötum með stuðningi kaþólsku kirkjunnar, en Stevenson afsalaði sér kaþól ka trú fyrir nokkrum ár- um, og mun það orsaka neikvæð áhrif á fylgi hans i þessum fylkjum. Reikni Repúblikanar dæmið rétt, þá munu þeir samkvæmt þessu fá 346 kjörráðsatkvæði í hönd farandi kosningum. Á þeim velta kosningarnar. Þau fylki, sem að öllum líkindum munu ráða úrslit- um í forsetakorningunum, eru New York, Kalifornía, Ohio og Michigan. Þessi fjögur fylki hafa ekki ein- ungis yfir mörgum atkvæðum að ráða, heldur er fylgi flokkanna þar svo jafnt, að erfitt er að segja fvrir um úrslit. Repúblikanar telja fig örugga með Kaliforníu, þar sem fylkið er heimkynni Nixons, öldungadeildar- þingmanns og varaforsetaefnis þeirra, og er hann auk þess álitinn duglegur kosningasmali. Hin fylkin þrjú hafa það sameiginlegt, að stórborgir þeirra, með hinu þýðingarmikla atkvæðamagni verkalýðsins, eru að mestu leyti á valdi Demókrata, en Repúblikanar eiga hinsvegar öruggt fylgi í dreifbýlinu. Þeir vonast þó til að auka fylgi silt, jafnt í borgunum sem utan þeirra, og ná aftur eitlhvað af þeim Negraatkvæðum, sem Roosevelt vann á sínum tíma á New Deal stefnu sinni. Repúblikanar munu hamra á þeirri staðreynd, að Demókratar hafa valið Suðurríkjamann, Sparkman, öldungadeildarþingmann, sem frambjóðanda sinn i embætti varaforseta. Persónufylgi Eisenhowers. Eitt er það, sem getur umturnað öllum útreikning- um, sem gerðir hafa verið um úrslil kosninganna. Kjörsókn í Randaríkjunum er alltaf lítil á borð við það, sem menn eiga að venjast í Evrópu. Mesta kjör- sókn síðustu ára var árið 1940, en þá greiddu 59% þeirra, er á kjörskrá voru, atkvæði við forsetakosning- ar. Við síðustu kosningar 1948 fór þessi tala niður í 52%. Undir venjulegum kringumstæðum er álitið, að góð kjörsókn sé vatn á millu Demókrata. í þetta skipti er frambjóðandi Repúblikana hinsvegar frægur maður og betur þekktur en nokkur núlifandi banda- rískur stjórnmálamaður. Þegar þess er gætt, er ekki ósennilegt, að Eisenhower dragi á kjörstað eina til tvær milljónir kjósenda, sem ella myndu aldrei neyta kosningarréttar síns. Þetta er hin stóra von Repúbli- kana við í hönd farandi forsetakosningar, hinn 4. nóv- ember næstkomandi. 96 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.