Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1952, Page 28

Frjáls verslun - 01.10.1952, Page 28
Þjóðþrifczfyrirtœki IV.: Slippfélagið í Reykjavík íslenzka þjóðin á því láni að fagna aS hafa á ýmsum tímum átt mikla fram- fara- og bjartsýnismenn, sem ótrauSir hafa lagt á brattann og yfirstigiS erfið- leikana meS dugnaSi og ósérhlífni. Einn af kunnustu framfaramönnum þjóðarinn- ar um síðustu aldamót má hiklaust telja Tryggva Gunnarsson, bankastjóra. ÞaS þarf því engan að’ furða, þótt hann hafi verið hvatamaður að stofnun eins elzta starfandi þjóðþrifafyrirtækis landsins, Slippfélagsins í Reykjavík. RiðiS á vaðið. Um aldamótin var mikil þörf orðin á því að koma hér upp dráttarbraut til aðgeröar á þilskipum, eftir að þilskipaútgeröin tók að eflast svo mjög á kostnað bátaútgerðarinnar, sem þá var svo til að hverfa að mestu hér á landi. Þegar hugmyndin kom fyrst fram um stofnun Slippfélagsins í Reykjavík, mun skipaeign landsmanna hafa verið nokkuð á annað hundrað, en engin tæki hvergi á landinu, þar sem hægt var að annast viðgerðir á skipum. Á þessum tíma var starf- andi í Reykjavík útgerðarmannafélag, og var Tryggvi Gunnarsson formaður þess. Á fundi í félaginu hinn 28. desember 1901 bar formaðurinn upp tillögu þess efnis, að það beitti sér fyrir að koma hér upp dráttar- braut, svo unnt væri að taka þilskipin á land til við- gerðar. Tillagan fékk þegar góðar undirtektir og var samþykkt af fundarmönnum, sem lofuðu að leggja fram 5200 krónur til þessa fyrirtækis. Hinn 15. marz árið eftir var svo undirbúningsstofnfundur haldinn. Áhugi útgerðarmanna um að hrinda þessu merka máli í framkvæmd var mikill, og fundir voru margir haldn- ir. Loks var endanlegur stofnfundur haldinn 21. októ- ber 1902, og voru þar samþykkt lög fyrir félagið, sem skyldi vera hlutafélag. Hlutaféð var þá 24.100 krón- ur. Fyrstu stjórn Slippfélagsins skipuðu þeir Tryggvi Gunnarsson, formaður, Ásgeir Sigurðsson og Jes Zimsen, kaupmenn í Reykjavík. Starfseminni var valinn staður á Hlíð- arhúsasandi, þar sem hún hefur haft að- setur sitt alla tíð. „Patent-slippur" frá Englandi. Fyrsta dráttarbrautin, sem byggð var fyrir Slijtpinn, var harla frumleg. Til þess að draga upp skip var notað gang- spil, þar sem fjöldi manna gekk á kross- reista staura til þess að snúa því og vinda þannig upp á brautina. Sá er gekk frá smíði þessarar fyrstu dráttarbrautar var norskur maður, Hammaraas að nafni, en hann var aðeins stuttan tíma í þjónustu félagsins. Árið 1903 réði Slippfélagiö til sín annan Norömann, O. Elling- sen, skipasmíðameistara, sem síöar stundaði umfangs- mikla veiðarfæraverzlun í Reykjavík. Starfaði hann hjá félaginu um 13 ára skeið og reyndist stórhuga um allar framkvæmdir. Árið 1904 sá Ellingsen um útveg- un nýrrar dráttarbrautar frá Englandi, svokallaðs „patent-slipps“. Reyndist hún vel í alla staði og var hér í notkun í 28 ár. Með þessari dráttarbraut má segja, að starfsemi Sli]tpfélagsins hefjist fyrir alvöru. Breytilegir tímar. Þegar Ellingsen lét af stjórn fyrirtækisins tók Dan- íel Þorsteinsson skipasmiður við af honum. Tímarnir voru þá óðurn að breytast. Gömlu skúturnar, sem dráttarbrautin hafði verið miðuð við, voru seldar úr landi, en togarar keyptir í slaðinn. Nauðsyn var því á slækkun dráttarbrautarinnar vegna hinna stærri skipa, en þetta drógst þó af ýmsum ástæðum. Gat því Slipp- urinn ekki nema að litlu leyti afgreitt hin nýju skip, og orsakaði þetta samdrátt hjá fyrirtækinu, sérstaklega á árunum 1920—1930. Stjórnarskipti urðu í félaginu árið 1930, og var eins og fjörkippur kæmi í fram- Sigurður Jónsson. 100 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.