Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1952, Page 30

Frjáls verslun - 01.10.1952, Page 30
Einar Bjarnason kaup- maSur í Keflavík andaöist 13. júlí s.l. Hann var fædd- ur 23. apríl 1896 að Vatt- arnesi við Fáskrúðsfjörð. sonur hjónanna Þórunnar Eiríksdóttur og Bjarna Sigurðssonar. skrifstofu- stjóra Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ungur byrjaði Einar að stunda sjó. Stundaði hann sjómennsku framan af ævi, oftast formaður, ýmist á eigin bátum eða hjá öðrum útgerðarmönnum við Austur- og Suðurland. Milli þess sem hann stundaði sjó fékkst hann nokkuð við smíðar. Til Keflavíkur fiuttist hann 1929 og átti þar heimili síðan. Árið 1934 veiktist 1 ánar af lömun og varð aldrei heill heilsu upp frá því. Var hann undir stöðugri at- hugun lækna um nokkurra ára bil, heima og erlendis. Sjálfsbjargarviðleitni hins lamaða manns var við- brugðið. Þannig á sig kominn stofnaði hann verzlun og bjó þannig um sig, að hann gat setið við afgreiðsl- una og húsrýmið það lítið, að hann gat náð til þess er afgreiða þurfti úr sæti sínu. Hreppsnefnd Keflavíkur sýndi þann lofsverða skilning á dugnaði hans, að leyfa honum að hafa verzlunina opna til kl. 23 að kvöldi -hvers dags. Gat hann séð heimili sínu farboða við þessar aðstæður. Sú hetjudáð lamaðs manns að sitja við afgreiðslu í hörðum stól dag hvern, frá morgni og fram til mið- nættis, árum saman, er einstætt afrek. Einar var kjarkmikill þrekmaður, síkátur og hrók- ur alls fagnaðar, þegar svo bar undir. Hann var vel greindur, skapríkur en hið mesta ljúfmenni í dag- legri umgengni. Kvæntur var hann Ástríði Júlíusdóttur, er lifir mann sinn. Áttu þau þrjá syni barna. Hans Kristjánsson frarn- kvœmdastjóri andaðist 1. ágúst s.l. Hafði liann um langt skeið átt við van- heilsu að stríða. Fæddur var Hans 22. maí 1891 að Suðureyri við Súg- andafjörð, sonur hjónanna Kristjáns Albertssonar, út- vegsbónda þar og síðar verzlunarstjóra, og seinni konu hans, Guðrúnu Þórð- ardótlur. Ungur að aldri hóf Hans að stunda sjóinn og 18 ára gerðist hann formaður á vélbát föður síns. Snemma lærði hann að meta gildi vélanna fyrir atvinnulífið, enda var hugurinn löngum við þær hundnar. Kom þetta sé vel síðar á lífsleiðinni. Árið 1925 hóf liann tilraunastörf heima á Súganda- firði við framleiðslu á olíubornum sjófalnaði, og var fyrstur manna til þeirrar iðju hér á landi. Fljótlega varð of þröngt um iðju hans heima í litla og afskekkta sveitakauptúninu, og fluttist hann því til Reykjavíkur ári síðar. Hér vann hann að sjó- klæðagerð í 3 ár, eða þar til Sjóklæðagerð íslands h.f. var stofnuð upp úr fyrirtæki hans árið 1929. Hans var forstjóri fyrirtækisins um langt skeið og rak það í nær 20 ár. Hann átti einnig þátt í stofnun Harðfisk- 102 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.