Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 8
Þorvarður J. Júlíusson, hagfr.: Verður verðbólgan stöðvuð? Eitt helzta vandamál íslenzks efnahagslífs síð- ustu tvo áratugina hefur verið stöðug verð- bólguþróun, meira eða minna ör. Peningatekjur landsmanna hafa stöðugt verið að aukast, en framleiðslan ekki vaxið að sama skapi. Menn eru yfirleitt sammála um, að verðbólga hafi skaðleg áhrif á þróun atvinnulífsins og sé laun- þeguni óhagstæð. Verðbólgan hefur vaklið sífelldum erfiðleikum í rekstri útflutningsatvinnuveganna og gert þeim ókleift að afla eigin fjár til endurnýjunar og aukningar. Jafnframt því, sem verðbólgan skap- ar óhagstæð skilyrði til gjaldeyrisöflunar, ýtir hún undir eftirspurn eftir erlendum gjaldeyri til vörukaupa og annarrar notkunar. Skortur á er- lendum gjaldeyri fylgir því jafnan í kjölfar verð- bólgunnar. Gjaldeyrisskömmtun leiðir fyrr eða síðar til vöruskorts, og getur hann orðið það víðtækur, að taka verður upp skömmtun í ein- hverri mynd. Gjaldeyriserfiðleikar draga yfir- leitt mjög úr afköstum framleiðslunnar og beina henni inn á óhagkvæmar brautir. Það er alkunna, að verðrýrnun krónunnar, sem verðbólgunni fylgir, dregur úr myndun sparifjár í formi banka- og sparisjóðsinnstæðna og skuldabréfakaupa, en hvetur til að festa fé í raunverulegum verðmætum. Að sjálfsögðu hamlar þetta gegn eðlilegri uppbyggingu og þró- un atvinnuveganna og eykur eftirspurn eftir vörum og þjónustu og þá ekki sízt eftir erlend- um gjaldeyri. Verðrýrnun krónunnar veldur ennfremur rösk- un á eignaskiptingu í þjóðfélaginu, þannig að þeir, sem peningaeignir og kröfur eiga, bíða tjón, en þeir, sem skulda, hagnast aftur á móti. Verðbólgan hefur verið misjafnlega ör hér á landi. Eftir gengislækkunina 1950 var gerð alvar- leg tilraun til að stöðva hana, og bar hún góðan árangur um nokkurra ára skeið. Verðlag og kaupgjald var nokkuð stöðugt á árunum 1952— 1954, og hallinn á viðskiptunum við útlönd var ekki meiri en sem nam erlendri aðstoð og eðli- legum erlendum lántökum. Sparifjárinnstæður jukust að mun, og það reyndist mögulegt að losa um gjaldeyrishöftin. Ymis verðbólguöfl voru þó að verki, og frá 1955 hefur verðbólgan verið sérlega áberandi. Vísitala framfærslukostnaður hækkaði að með- altali um 7% á árunum 1955—1957, aðallega vegna hækkunar á kaupgjaldi og verði landbún- aðarvara. Hallinn á viðskiptunum við útlönd jókst verulega frá því, sem áður var, gjaldeyris- eign bankanna gekk til þurrðar og lausaskuldir söfnuðust fyrir erlendis. Jafnframt voru tekin síaukin erlend lán, og er mikill hluti þeirra til tiltölulega skamms tíma. Gjaldeyrisskortur hef- ur gert vart við sig í vaxandi mæli og gjaldeyris- höft stöðugt verið hert. Uppbótakerfin Hin opinbera skráning erlends gjaldeyris hefur verið óbreytt síðan 1950, þó að verðlag og kaupgjald innanlands hafi hækkað um meira en 100%. Utflutningsatvinnuvegunum hefur verið bættur upp hinn aukni tilkostnaður með álög- um á innfluttar vörur eða seldan gjaldeyri í ýmsum formum, sem öll hafa í rauninni falið í sér marggengi á erlendum gjaldeyri. Með upp- bótakerfunum hefur tekizt, að koma í veg fyrir stöðvun útflutningsframleiðslunnar, en þau hafa ekki tryggt öflun eigin fjármagns til endurnýj- unar og aukningar. f árslok 1956 var með lögum um útflutnings- sjóð komið «á fót uppbótakerfi, sem fól í sér 23 mismunandi gengi, að því er útflutninginn snerti og 20, að því er innflutninginn snerti. Uppbæt- s FRJÁLS verzlun

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.