Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 37
atvinnugreinum. Dænii cru til þess, að afköst þre- faldist eða meira, þegar ákvæðisvinna cr tekin upp. Nú dettur sjálfsagt mörgum í hug, að vinnusvik séu mikil, úr því að afköst aukast svona feikilega við það, að launin eru miðuð við afköst i stað tímakaups áður. Vafalaust er sú skýring rélt í einhverjum tilfell- um. Þó held cg, að hér ráði meira almennur sljó- leiki fyrir því, að verk þurfi að ganga vel. Yfirleitt cr talið, að maður sé sæmilegur verkmaður, cf hann hcldur sig við verkið án mikilla tafa og hvíld- ar. Að minnsta kosti mun ekki algengt, að rekið sé á eftir mönnum, sem tolla við verkið, jafnvel þótt lítið gangi. Hitt er svo annað mál, að sami maður getur oft afkastað miklu meira verki, án þess að reyna óhæfilega á sig, aðeins ef rétt er staðið að og unnið skynsamlega. Víða skortir mjög á, að mönnum sé leið))eint í einföldustu vinnubrögðum. Hins vegar er því oft illa tekið, þegar verkstjórar sýna viðleitni í þá átt að leiðbeina starfsfólki, svo að afköst aukist. Bezta meðalið, til að menn vinni vel, og í flcstum tilfcllum öruggt, er það að borga þeim eftir afköst- um. Nú segja margir, að erfitt eða ógerlegt sé að mæla afköst við sumar tegundir vinnu, og er það rctt. Á hinn bóginn er oftast hægt að aðskilja ciuhvcrn hluta af ákvcðnu vcrki og mæla þann hluta og meta afköstin. Má þá gjarnan fela einum cða fáeinum mönnum í stórum vinnuflokki ábyrgð- armikinn hluta af verkinu í ákvæðisvinnu. Við það, að afköst þeirra aukast, eykst oftast vinnu- hraði hinna um leið, og vcrkið gengur betur. Oft er það svo, að nienn, sem vinna vel, smita út frá sér. Menn óttast það stundum, þegar heilir vinnu- flokkar vinna ákvæðisverk, að óduglegir eða latir menn slóri á kostnað hinna, sem vel vinna. Þessi ótti er ástæðulaus, því að slugsararnir fara venju- lega fljótt að herða sig eða flæmast burtu að öðr- um kosti. Mörgum ofbýður, hve gífurlegar tekjur sumir hafa í ákvæðisvinnu. Venjulega mun þó vinnuein- ingarverð í ákvæðisvinnu vcra lœgra en einingar- verð í tímavinnu, og er þá miðað við meðalafköst í tímavinnu, þegar útreikningurinn fer fram. í sannleika sagt, virðist þó oft hafa skort á, að nægilega nákvæm vinnuathugn hafi farið fram, áður en ákvæðisvinnutaxta hefur verið slegið föst- um. Nauðsyn nákvæmra vinnuathugana og þcss, að ákvæðisvinnutaxtar séu rétt reiknaðir í byrjun vcrður aldrci brýnd of vel fyrir þcim, sem þessa útrcikninga annast. Mjög sýnist mér tímabært, og þótt fyrr hefði verið, að stéttasamtðkin í landinu og vinnuveit- endur sendi menn út af örkinni til annarra landa, í Evrópu og Ameríku, til að kynna sér til hlítar vinnuafköst í ýmsuin atvinnugreinum þannig, að vinnutaxtar verði strax í upphafi miðaðir við sann- gjörn afköst. Þá væri ekki síður nauðsynlegt, að framkvæmdar yrðu hér á landi víðtækar vinnu- athuganir og rcynt að komast að raun um, af hvcrju sumir menn afkasta tvöföldu verki á við aðra, af hverju sumir sjómenn fiska alltaf vel en aðrir oftast illa, af hverju sumum bændum búnast vel en öðrum illa og svo framvegis. Þó að nokkrum milljónum króna yrði varið ár- lcga lil slíkra vinnuathugana, væri engin goðgá að ætla, að þeir peningar fengjust margfalt endur- greiddir í auknum afköstum. Góðir starfsmenn kom- ast oft mjög langt í því að auka hjá sér vinnu- afköst mcð því að einbeita sér að því að finna cinföldustu og fljótlcgustu handbrögð við það verk, sem þeir vinna, en sumum tekst ckki cins vel, þó að vilji sc fyrir hendi. Með nákvæmum vinnuathugunum nui koinast að raun um, hvaða handbrögðum þarf að breyta bjá þcim, scm óvcrkhyggnir eru, til þcss að létta þeim vinnuna og auka hjá þcim afköstin. Einhver mun nú spyrja, hvaða erindi þetta spjall eigi í búnaðarþátt, bændur séu hvort sem er flestir cinyrkjar nú orðið og þurfi þá ekki að hugsa mikið um það, hvort vinnumenn vinni vel eða illa, eða hvort þeir fái borgað eftir afköstum eða fái mán- aðarkaup. Nú er það einmitt svo, að afköst skipta ekki síður máli hjá einyrkjum en þeim, sem hafa marga vinnumenn, enda er það mála sannast, að furðu gegnir, hvílíkum feiknaafköstum sumir ná, þó að einir séu. Hér er ótæmandi rannsóknarefni, og eng- um vafa er það undirorpið, að vinnuathuganir, framkvæmdar af þar til hæfum mönnum, gætu orðið mörgum bændum að miklu liði, ef þeir hefðu tækifæri til að kynna sér þær til hlítar. Verkfæranefnd sú, sem nú situr, hefur gefið út fjórar ársskýrslur um starfsemi sína. Starfsemin hcfur að miklu leyti gengið út á verkfæraprófanir, en þó hafa allmargar vinnuathuganir verið fram- kvæmdar. FRJAI.S VERZIiUN 37

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.