Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 30
verksmiðjudyr. Bretar mundu greiða svipað verð cif. höfn í Englandi. Af þessum tölum er aug- Ijóst, að ekki koma til greina venjuleg farm- gjöld fyrir íslenzkan perlustein milli landa, ef af útflutningi á að geta orðið. Til þess yrði að flytja hann sem kjölfestu við lágum farmgjöld- um. Farmgjöldin eru samt ekki erfiðasti Þrándur í Götu þess, að hér geti hafizt vinnsla perlu- steins til útflutnings. Perlusteinsnámur þær, sem nú eru þekktar hér á landi, en einkum náman í Prestahnúk, eru nógu stór forðabúr til þess að íullnægja hrá- efnaþörf stórfellds perlítiðnaðar beggja vegna við norðanvert Atlantshaf um margra áratuga skeið. Báðar eiga þessar námur það sameiginlegt, að ekki er unnt að hefja vinnslu og útflutning perlusteins úr þeim nema með ærnum stofn- kostnaði. Af hinum háa stofnkostnaði leiðir, að vinnsla til útflutnings verður í hvorugri námunni haf- in, nema tryggður sé markaður fyrir allmikið magn. Hefir verið gert ráð fyrir 50.000 lestum sem lágmarksmagni fyrir Ameríkumarkað, en fyrir Evrópumarkað kæmi sennilega Jægri tala til greina. Á austurströnd Bandaríkjanna er nú þegar nægur markaður fyrir hendi til þess að full- nægja lágmarksútflutningi perlusteins frá Is- landi. I baráttunni um þann markað er við rannnan reip að draga. Perlítjöfrar austurstrand- arinnar eiga sterk ítök í námunum í vestri og vilja ógjarna minnka framleiðslu þeirra eða leggja þær niður. Þeir framleiða nú staðlaða vöru undir ákveðnum vörumerkjum, sem kaup- endur þekkja og geta treyst. Erfitt er að ryðja nýju hráefni braut á slíkum markaði nema með allverulegri verðlækkun, og jafnframt yrði hin nýja vara að standa þeirri, sem fyrir var, fyllilega á sporði hvað gæðin snertir. Eins og nú standa sakir, virðist þetta atriði vera alvar- legasti þröskuldurinn á vegi íslenzka perlusteins- ins vestur á bóginn. I Evrópu er notkunin ekki orðin nógu mikil ennþá til þess að fullnægja lágmarksútflutningi íslenzks perlusteins. Það er þess vegna útlit fyrir, að íslenzki perlu- steinninn verði að bíða síns vitjunartíma enn um nokkurra ára skeið. „Já, en þú myndir ekki vera svona þreyttur, ei þú fengir þér blund á skriístoiunni." Kísilmold Ljós moldarlög í íslenzkum jarðvegi eru al- mennt kölluð barnamold. Nafnið mun vera af því dregið, að ljósa moldin hefir áður fyrr verið notuð sem hörundsduft við hirðingu ungbarna. Jarðvegslög þessi eru ekki öll af sama toga spunnin. Ljósu moldarlögin, sem mest ber á í moldarbörðum, einkum um miðbik landsins, hafa orðið til við öskugos úr Ileklu, Öskju eða öðrum eldfjöllum, sem gosið hafa Ijósgrýti. Þá er til önnur tegund barnamoldar, sem eink- um er að finna á votlendi og á botnum stöðu- vatna. Oftastnær er lnin vatnsósa og móleit til að sjá. Vekur hún þess vegna minni eftirtekt en skjallahvít eldfjallaaskan í þurrum melbörðum. Enda þótt moldartegundir þessar séu svo lík- ar að útliti, að jafnvel vanir náttúruskoðarar geti villzt á þeim við fyrstu sýn, eru þær engu að síður fjarskyldar að uppruna og gerð. Eldfjallaaskan er ólífræn gosmyndun. Hin tegundin er lífrænt vatnaset, og mætti nefna hana kísilmold eða kísilleir. I sjó og vötnum lifir ótölulegur grúi örsmárra lífvera. Hér kemur við sögu ættbálkur sá úr flokki þörunga, er kísilþörungar eða eskilagnir nefnist. Þeir eru einfruma plöntur, og vaxa um þá skeljar úr ópalkenndum kísli. Talið er, að til séu um það bil 8000 tegundir kísilþörunga. Lifa sumar þeirra í sjó, en aðrar 30 FUJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.