Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 39
Þórir Bergsson: Við stóðum, dálítill hópur af mönnum, og biðum eftir vagninum, scm átti að flytja okkur á vinnu- stað, suður á Völl. Flestir höfðu, að sjálfsögðu, far- ið kvöldinu áður, — það var vcnjan að fara kvöld- inu áður en vinna skyldi hefjast, enda flestir sem sagt gert það. Þjóðin er morgunsvæf. Það er eðli- legt, hún hefir svo lengi orðið að rífa sig upp fyrir allar aldir til þess að deyja ekki úr hungri. En ég er ekki morgunsvæfur. Því þótt draumar mínir séu, venjulega, vondir og oft nær því óþolandi hræði- legir, þá er nú þó svo komið að mín eina von um frægð, frama og sælu er svefninn. Einstaka sinnum kemur það ólíklegasta fyrir. Eg vcrð mikill maður í svefni og drumum. En, — eins og í öðru viðrar misjafnlega og oft- ast illa ! því efni — cins og vcðrið er oft mislynt og afar oft vont — svo eru og draumar mínir. Sjaldnar og sjaldnar lyfta þcir mér upp til frægðar og fagnaðar. Þegar ég var ungur fannst mcr alltaf gott veður, þvílíkt blíðviðri! En nú —------- Hópurinn sem beið eftir vagninum var ckki stór. Þessi árdegisvagn var sjaldan þétt skipaður. Raun- ar var enginn dagur enn þá, aðeins koldimm nótt. — Þarna var misjafn sauður í fáu fé, illa sofnir menn eða ósofnir með öllu, hinir síðartöldu í ágætu skapi, alli'lestir, hinir úrillir, enda flestir veikir. Mér leið bvorki vel né illa. Síðan ég hitti Ólivínu var allt öðru máli að gcgna en áður, nú leið mér sæmilega. — Þeir voru að spjalla saman, stóðu í tveim hóp- uin. Að venju stóð ég einn míns liðs og var að hugsa um hvcrsu mikið ég ætti Ólivínu að þakka. Ég var útsofinn, hlýr og ekki timbraður að ráði. En þcir yrtu ekki á mig þcssir menn. Eg þekkti þá suma með nafni eða einhverju uppnefni, þar var Arnór, Ganni, Langur, Jón Ká og — já einn var kallaður Sillanpe. Ég held að hann hafi annað hvort verið útlendingur, eða látizt vera það. Svo var þar einn, sem stóð sér og einmana, eins og ég, skammt frá mér. Eg sá strax, að þar var kominn einn af þessum sveitamönnum, utan af útkjálkum lands eða afdölum. Scgullinn hafði drcg- ið hann í sæluna miklu á Suðurnesjum. Úr fá- menninu í fjölmennið, úr peningaleysinu og strit- inu í seðlamoksturinn og slæpingsskapinn. Það var ckki nema eðlilcgt, að sjá þá koma, þessa mcnn, í stórhópum. — Ég hélt á töskunni minni og var hálfkalt. I'essi haustmorgunn var fúll og leiðinlegur, eins og margir aðrir Faxaflóa-morgnar hafa verið, eru og verða. Ekki var h'ostið, ég gæti trúað þriggja eða fjögra stiga liiti, — cn vestanbræla með vindgjósti og fýlu, ömurlegt veður. Þokan grúfði niður að jörð, allt dimmgrátt í glórunni frá strjálum Ijósum. Stórt flugskij) var að sveima yfir flugvellinum, fór, auðheyranlega, i víða hringi og átti erfitt með lcndingu. Allt í cinu þcyttist þetta ferlíki mcð dunandi gný rétt yfir okkur og hvarf, þegar, út í sortann í áttina að flugvellinum. Eftir litla stund heyrðist ekkert í honum, hann var víst lentur — cn ekki kom vagninn okkar. Taskan mín var ekki mcrkilcgur gripur. Ólivína hafði gefið mér hana, eins og margt annað. Áður bar ég þessar pjönkur mínar í smápoka, svörtum, sem einhver setuliðsmaður hafði kastað frá sér eins og hverjum öðrum ónýtum hlut. Þessi poki var drcginn saman í opið með snæri, hann var ljótur, þá var taskan ólíkt veglegri og bctri. Hún var úr pappír, eins og gerist, gat litið út eins og leður og hefur sjálfsagt gert það mcðan hún var ung og ójöskuð. Nú var hún það ekki. Nii var hún snjáð og jafnvel dálítið gat á einu horninu, en það bar lítið á því. Læsing var engin að gagni, F 11 JALS V E R Z L U N 39

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.