Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 46
Að eins einstaka maður sást teygja jóana. Það voru synir höfð- ingja eða ríkra bænda, því öðr- um þótti nú of dýrt að halda hesta eingöngu til reiðar. Ætluðu þessir menn að halda kappreið einn há- tíðardaginn; stóð það í sambandi við sýningu þá, sem halda átti þar á Bakkanum. Þegar leið að dagmálum, tók mannfjöldi mikill að þyrpast sam- an við höfnina, enda færðust bæði gufuskip þau, sem von var á frá Ileykjavík, nær og nær. Þegar þau lögðu ofurhægt inn á höfn Eyrar- bakka, Iaust upp miklu fagnaðar- ópi, bæði á landi og út á skipun- um. Gufuskip, enda þótt þau væru ekki stór, inn á höfnina á Eyrar- bakka! Um eitthvað 10 undanfarin ár hafði verið unnið að því að byggja góða höfn á Eyrarbakka. Með því að sprengja sker og klappir hafði bæði innsiglingin og höfnin sjálf vcrið stækkuð og dýpkuð, og svo hafði steinveggur mikill verið hlað- inn fyrir utan höfnina á sjálfum skergarðinum. Enn fremur Jiöfðu hafnarveggir verið byggðir land- megin eða kaupstaðar megin við höfnina, svo að skipin gætu lagzt upp við sjálfa hafnar- veggina, cins og títt er í útlönd- um — og cins og greinin sæla í Samkundutíðindum hafði tálað um á 19. öldinni. — Þetta höfðu mcnn gert fyrir hafnarsjóðinn, gjafasjóð Þorleifs Kolbeinssonar, og með styrk úr landssjóði. Enn fremur höfðu verið almenn sam- skot til þess þar í kaupstaðnum og í Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Vestur-Skaptafellssýslu; höfðu kaupmennirnir á Eyrarbakka gefið drjúgum til þessa fyrirtækis. Að lokum hafði þó Eyrarbakkakaup- staður tekið lán svo sem þurfti, til þess að fullgjöra höfnina, því allir voru á einu máli, hvílík framför þetta væri fyrir kaupstaðinn. Höfðu menn nú keppzt við að ljúka þessu starfi, áður en 50 ára hátíð kaupstaðarins yrði haldin. Á fyrra skipinu, sem lagði inn á höfnina, stóð landshöfðingi og ýmsir höfðingjar með honum úr Reykjavík og þar á meðal nokkrir af kennurum landsskólans uppi á skipstjórnarbrúnni. Hann var kominn til þess að vígja höfnina; átti hátíðin að byrja með þeirri athöfn. Þennan dag voru haldnar marg- ar ræður á Eyrarbakka, og þar var minnzt margra manna, sem heima höfðu átt á Eyrarbakka. Þar var minnzt Þorleifs Kolbeins- sonar, Guðmundar Thorgrímssens, Einars Jónssonar, Guðmundar Is- leifssonar o. fl. Einkum var þó mikið minnzt á Þorleif gamla, því að aðalræðumaðurinn dró dæmi af æfi hans. Þegar hann lýsti ástæð- um og hag manna á Eyrarbakka, er þar hafði verið ein verzlun, lýsti hann meðal annars, hvernig Þor- leifur hafði aflað sér auðs fjár. En hann tók líka fram, að þessi mað- ur hefði ekki horft í, þótt hann væri margra barna faðir, að verja allmiklu af fje sínu til framfara fyrir Stokkseyrarhrepp og Eyrar- bakka, og hann sýndi fram á það, hvcrsu maður þessi hefði sjeð skarplega frarn í tímann, þrátt fyr- ir það', þótt hann hefði enga mcnntun hlotið aðra cn þá, er hann hafði aflað sjer sjálfur. Hvað hefði ekki getað orðið úr gáfum hans, ef eins hægt hefði verið að afla sjer menntunar á æskuárum hans sem nú, ef þá hefðu verið til skólar, ef gáfum hans hefði verið hjúkrað, er hann sem umkomulaus drengur gerði sjer langa ferð til þess að biðja einn hinn menntað- asta mann á landinu að kenna sjer, en hann ljet hann synjandi frá sjer fara? Æfi Þorleifs hefði ])á orðið önn- ur, cn líklcga hefði Eyrarbakki ckki notið hans. Á einu augnabliki var nú gerður meiri rómur að minningu Þorleifs gamla, en gcrt hafði verið að hon- um sjálfum í lifanda lífi, öll þau 80 ár eða meir, sem hann lifði. En jeg skal ekki rita langt um þessa hátíð, því blöðin á Eyrar- bakka, bæði Árnesingur og Aust- anvjeri og enda fleiri, munu gera það greinilega, og frjettaþræðir munu bera tíðindin frá henni út um landið og til annarra landa. Að eins skal þess getið, að allir luku upp einum munni um það, að aldrei hefðu þeir vcrið á annari eins hátíð. Endaði hún með því, að menn ákváðu, að hið næsta stórvirki, sem menn skyldu ráð- ast í þar um sveitir, væri að leggja járnbraut frá Eyrarbakka upp að brúnni á Ölfusá. Sögðu menn að síðan mætti ávallt lengja hana upp eptir sýslunni, og eins yfir ána, yfir í Ölfusið. Þá gullu við Reyk- víkingar og kváðust mundu leggja járnbraut úr Víkinni og austur, gætu menn mætzt á miðri heið- inni. Þá greip einn gamall maður fram í og mælti: „En varið þið ykkur nú á Svínahrauni, góðir hálsar!" FRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.