Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 33
( Athafnamenn og frjálst framtak j Garðar Gíslason stórkaupmaður Frjóls Verzlun hefur ákveðið að \áka og kenndi börnum símim Og upp nýjcm þátt. þar sem sagt verður lrá stundum einnig unglingum ur „&_ grenninu. Síðan tók við nám á uppruna og störfum ýmissa núlifandi at- hafnamanna. Þótti vel viðeigandi að Garð- ar Gíslason yrði fyrstur í þessum þætti, en hann var sem kunnugt er brautryðj- andi á mörguin sviðum athafnalífs. Eftir að greinin hafði verið skrifuð og heftið var í undirbúningi lézt Garðar Gíslason. Er þar með látinn einn þeirra manna, sem stóðu í fylkingarbrjósti ó hinu mikla fram- faratímabili í sögu þjóðarinnar á fyrri hluta 20. aldar. • Garðar Gíslason er fæddur að Þverá í Pnjóskadal hinn 14. júní árið 1876. Foreldrar hans voru Þorbjörg Olgeirsdóttir frá Garði í Fnjóskadal og Gísli Ásmundsson hreppstjóri, en hann var hálfbróð- ir Einars í Nesi. Foreldrar Garð- ars voru stjórnsöm og fastheldin við menningarerfðir þjóðarinnar, en jafnframt opin fyrir öllum nýj- ungum, er til framfara horfðu. Börnin voru fimm, er komust á legg, og fæddist einn sonurinn nokkru fyrir Þjóðhátíðina 1874; gekk þá vakningaralda yfir landið og var hann skírður Ingólfur eftir fyrsta landnámsmanninum. Garð- ari var svo valið nafn Garðiirs Svavarssonar, fyrsta norræna mannsins, sem hafði vetursetu á Islandi, og mun enginn íslendingur áður hafa borið það nafn. Námstíminn byrjaði nokkuð snemma, enda lögðu foreldrarnir áherzlu á námið. Gísli bóndi var vel menntaður á þeirra tíma vísu Möðruvallaskóla og heimiliskenn arast örf. cftir það Vorið 1897 bauðst Garðari verzlunarstaða hjá Magnúsi Sig- urðssyni bónda og kaupmanni á Grund í Eyjafirði. Starfið var einkum fólgið í því að selja út- lenda vöru og vcita móttöku af- urðum, sem verzluninni bárust og voru aðallega ull, prjónles, smjör, kjöt, gærur og mör; en peningar sáust varla. Eftir tveggja ára starf og góð kynni fékk Garðar Magnús á Grund til að aðstoða sig til að komast til útlanda. Fékk hann far með sauðaskipi, sem fór frá Akur- cyri til Englands í sept. 1890. í Englandi var ckki vinnu að fá, og ekki heldur í Kaupmanna- höfn eftir að þangað var komið og var Garðar við nám um vctur- inn og lifði mjög sparlega. Vorið eftir fékk hann vinnu í Leith í Skotlandi, hjá fyrirtæki, sem stundaði íslandsviðskipti. Eftir eins árs starf varð ekki samkomu- lag um kaupið og vinnan þar með búin. Virtist nú ekki annars kostur cn að hvcrfa heim, en þá tók Garð- ar þá djörfu ákvörðun, þrátt fyrir svo til engin efni, að stofna um- boðsverzlun fyrir íslendinga í Edinborg. Það sýndi sig, að ts- lendingar gátu náð betri viðskipt- um í Bretlandi heldur en í Dan- mörku, en samt voru erfiðleikarn- ir mjög miklir, enda fátæklega af stað farið. A þessum frumbýlis- árum tók Garðar að nota heild- sölunafnið, og mun hafa gert það fyrstur mann, þar sem honum fannst það hálfgerður oflátungs- háttur að kalla lítið fyrirtæki stór- verzlun. Hið nýja fyrirtæki auglýsti í ís- lenzkum blöðum og brátt hófust nokkur viðskipti, bæði umboðs- sala og innkaup fyrir ýmsa aðila heima. En oft komu greiðslur hæg- ar inn en pantanir, bréf voru lengi á leiðinni og báru stundum lítinn árangur. Garðar fór því heim sum- arið 1902 til að treysta og efla við- skiptin; þá sá hann Reykjavík í fyrsta sinn. Allvcl gekk að inn- heimta skuldir og útvega ný við- skiptasambönd og tók nú verzl- unin að dai'na. Árið 1905 var ráð- inn sérstakur umboðsmaður í Reykjavfk, en 1909 fluttist Garðar lil Reykjavíkur með fjölskyldu sína, en hann hafði kvænzt árið 1902, Þóru Sigfúsdóttur frá Espi- hóli í Eyjafirði. Garðar Gíslason tók mi við fullri stjórn heildverzlunar sinnar í Reykjavík. Nokkru síðar lét hann byggja „Skjaldborg" við Skúla- götu og flutti þangað vörugeymsl- FBJALS VERZLUN 33

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.