Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 7
Og þá erum við komnir að allt annarri niður- stöðu, og er freistandi að rekja þetta nokkru nánar. Til réttinda þegnanna telst kosningaréttur. Nú er það svo, að meginatriði í allri nútíma löggjöf er það, að mismuna ekki þegnunum, þ. e. að veita hverjum einstökum manni sem jafnastan rétt. En kosningarétturinn er alls ekki jafn hér á landi. Á einum stað eru meir en 7500 kjósendur um þingmann, en á öðrum stað aðeins rúm f'jögur hundruð. Þeir flokkar, sem vilja af- nema þetta misrétti eru því augljóslega vinstri flokkar — hinir hægri flokkar, sem vilja halda í ranglætið. Eg hef tekið þessi dæmi til þess að sýna fram á, hversu mjög hefur tekizt að rugla fyrir mönn- um í tiltölulega einföldum málum. I þessu efni eru menn orðnir svo ruglaðir hér á landi, að fæstir vita með vissu hvort þeir eru hægri menn eða vinstri. Þeir vita í hæsta lagi, hvort þeir eru sveitamenn eða bæjarradíkalar, hægri eða vinstri kratar, Moskvumenn eða Hannibalsherj- ar. Menn vita sem sagt einungis hvað þeir vilja sjálfir kalla sig. Það hlálega er, að í nafni vinstri stefnu, í nafni frjálslyndis og framfara, hefur verið komið á svo miklum höftum, að það er fljótlegra að telja það upp, sem menn mega gera, heldur en hitt, sem er bannað nema að fengnu sérstöku leyfi. Það eru nú ellefu ár, síðan íslendingar gengu í Efnahagssamvinnu Evrópu í því skyni að leggja sitt af mörkum til viðreisnar álfunni eftir hörmungar styrjaldarinnar. Á þessum ellefu árum hefur hagur allra þátttökulandanna stór- batnað, og aðalorsökin hefur verið sú, að með samstarfi hefur tekizt að afnema í vaxandi mæli allar hömlur á athöfnum og viðskiptum innan- lands og í skiptum milli ríkja. Aðeins eitt þátt- tökulandið hefur staðizt allar freistingar í þá átt að liberalisera í viðskiptum og efnahagsmál- um, það er ísland. Á þessum tíma hefur allur gjaldeyrir þátttökuríkjanna orðið harður gjald- eyrir, annar en aumingja krónan okkar. Tslendingar og þeirra stjórnvöld hafa haft svo miklar mætur á hömlunum, að þeir hafa ekki ennþá lagt með öllu niður skömmtunarkerfi stríðsáranna. Fjórtán árum eftir ófriðinn hefur enn allverulegur hluti þjóðarinnar atvinnu af því að banna hinum hlutanum að gera það, sem honum sýnist. fsland er hið eina Vesturlanda, „Það er okkert varið í þclta. Þetta er upp- þvottavatnið." sem hefur ríghaldið í öll sín höft. Hér hefur líka tekizt að keyra allt í þær stálviðjar, að nærri stappar viljanum til sjálfsbjargar. Þess vegna er íslenzka krónan ekki harður gjaldeyrir, heldur einn linasti gjaldeyrir heims. Hún er að vísu skráð í erlendum bönkum, en það vill bara eng- inn banki kaupa hana á því „skráða" gengi. Þessi „skráning" gengisins er líka eitt af þeim málum, sem næsta örðugt er að útskýra fyrir gestum, sem að garði ber. Hér er það nefnilega pólitískt mál, hvernig skrá beri gengi gjaldeyris- ins. Hér hefur það algerlega gleymzt, þrátt fyrir allan málfræðiáhugann í blöðum og útvarpi, að gengi þýðir ekki annað en gangverð, eða það verð, sem skapast með framboði og eftirspurn. Þess vegna hefur hér skapazt margs konar gengi. Og ef einhver lætur sér detta það í hug, að hrein- legra væri að skrá gjaldeyri þjóðarinnar réttu gengi í peningastofnunum landsins, í stað þess að efla svartan markað og brask, þá er hann óðara talinn óvinur verkalýðsins, braskari og maður sem vilji rýra afkomu almennings. Hér lifir sú kenning nefnilega góðu lífi, að það sé hægt að ákveða gengi gjaldmiðilsins með ein- faldri meirihlutasamþykkt, líkt og þegar sam- þykktin fræga var gerð forðum, þess efnis, að hagur landsins hefði stórbatnað á valdatíma til- tekins stjórnmálaflokks. Það er komið mál til, að Islendingar taki að átta sig og hugsa málin sjálfir í stað þess að taka hverri firru opnum örmum, sem að þeim er rétt. Flokkum, sem kalla sjálfa sig vinstri flokka, ber að berjast fyrir auknu frjálsræði og þegnréttind- um bæði í stjórnmálum og atvinnulífi. Allur hug- takaruglingur hefnir sín um síðir, og hann getur aldrei leyst nokkra þraut. Sá vandi, sem oss er nú á höndum, verður ekki leystur nema með skýrri hugsun og raunhæfum aðgerðum. Þar má ekki láta úreltar kennisetningar og pappírsfróð- leik villa sér sýn, FRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.