Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 47
AUSTURVER Kjöubúðir ryðja sér æ meir til rúms hér á laudi, og virðist það rekstrarfyrirkomulag henta í flestum greinum verzlunar og hafa mikla kosti fram yfir eldra skipulag, þar sem hægt er að koma því við. Nýjasta verzlun þessarar tegundar hér í bæ var opnuð laugardaginn 6. febrúar s.l. Er hún til húsa í verzlunarhúsnæði við Miklubraut og Stakkahlíð, sem er eign Veggs h.f., en það cr félagsskapur smásöluvcrzlana í Reykjavík. Þessi nýja kjörbúð nefnist Austurver og er eign samnefnds hlutafélags, sem samanstendur af eigendum sérverzlana í hús- næðinu. Stjórnarformaður félagsins er Ólafur Þor- grímsson, hrlm. Framkvæmdastjóri Austurvers, sem jafnframt hefur tekið við rekstri Melabúðarinnar, er Sigurður Magnússon, kaupmaður, form. Félags matvörukaupmanna. Austurveri er skipt niður í deildir: Kjörbúð, er verzlar með kjöt-, nýlendu- og hreinlætisvörur. Gólf- flötur þeirrar vcrzlunar er 130 m.2. Auk þess er af- greiðslu-, innpökkunar- og eldhússaðstaða á 80 mv2 gólffleti. í kjallara eru geymslur um 130 mí að gólf- fleti. í verzluninni vinna sjö manns og er Hreinn Halldórsson verzlunarstjóri. Kjörbúðin er öll hin glæsilegasta og mjög haganlega innréttuð. Auk kjörbúðarinnar eru þarna fiskbúð, sem er útsala frá fiskverzluninni Sæbjörgu, og brauða- og kökugerð, sem Sigurður Jónsson bakarameistari cr eigandi að. Mjólkurbúð mun einnig verða á sama stað, en hún er ekki tilbúin enn. Mjólkursamsalan mun starfrækja þá deild og verður hún með kjör- búðarsniði; fyrsta mjólkurbúð þeirrar tcgundar hér- lcndis. Engin brauð eða kökur verða þar til sölu, aðeins mjólk og mjólkurafurðir. Að lokum má nefna söluturn, sem starfræktur er á vegum kjörbúðarinnar, og vcrzlar með 81, gos- drykki, sælgæti tóbak og blöð, og hefur opið til kl. 23,30 á kvöldin. Verzlunarhús það, scm Veggur h.f. hefur reist, er eitt hús af þremur, sem fyrirhugað er að reisa á lóðinni. Er ætlunin að þarna rísi upp í framtíð- inni verzlunarkjarni eða miðstöð, þar sem staðsett- ar verði ýmsar sérverzlanir og þjónusta fyrir ört vaxandi borgarhverfi. Frjnls Verzlun árnar eigend- um fyrirtækjanna allra heilla með þetta glæsilega verzlunarhúsnæði. Kjörbúð Austurvers I'HJALS VKRZLUN 47

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.