Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 29
Vinnsla jctrðefnct . . Framh. at bls. 23 Eí' notaður væri innfluttur kvarzsandur í stað íslenzka ljósgrýtisins, til þess að fullnægja kísil- þörf sementsins, mætti nota óhreinni skeljasand en ella, og er hugsanlegt, að þess verði þörf í i'ramtíðinni. Engu að síður er verksmiðjunni nauðsynlegt að eiga greiðan aðgang að kísilnámu hér heima. Mestu afköst verksmiðjunnar eru rösklega 100.000 lestir af sementi á ári. Er það nokkru meira magn, en notað var hér á landi síðastliðið ár. Er nú verið að athuga um söluhorfur fyrir afganginn erlendis. Ef sú athugun ber tilætlaðan árangur, og erlendur markaður vinnst fyrir ís- lenzkt sement, kemur til greina að stækka verk- smiðjuna, svo að afköst hennar tvöfaldist. Mundi slík aukning draga mjög úr framleiðslukostnaði sementsins. Auk sements mun sementsverksmiðjan fram- leiða kalk til jarðvegsbóta. Perlusteinn Sumar tegundir eldfjallaglers þenjast við snögga upphitun og mynda eins konar glerfroðu. Froða þessi er svipuð vikri, en öllu léttari oftast nær. Bæði hráefnið og frauðperlurnar, sem myndast við upphitunina, hafa hlotið nafnið perlít, og virðist mega nota það nafn óbreytt í íslenzku máli. Hér er nafnið perlusteinn notað um hráefnið, en perlít um hið unna efni, gler- froðuna. Sennilega heí'ir þensluhæi'ni eldfjallaglers verið kunn nokkuð lengi. Sem dæmi þess hér á landi má vitna í Ferðabók Sveins Pálssonar, dagbók 1792, þar sem lýst er steinum úr hrafntinnu eða hrafntinnubróður á Skúlaskeiði á Kaldadal. Þegar Sveinn hefir lýst útliti bergsins, bætir hann við: „I eldi er sagt að hann ólgi fyrst í stað líkt og borax, en breytist síðan í grænleitt, óhreint gler." Hér er lýst þenjanlegum perlu- steini, hálfri annarri öld áður en tæknileg hag- nýting hans byrjaði. Perlustein er hvergi að finna nema á fremur ungum eldfjallasvæðum. I Norður-Ameríku er hann til í ríkum mæli í sumum vesturríkjum Bandaríkjanna. I Evrópu hefir perlusteinn fund- izt á Islandi, Htils háttar á írlandi, í eyjum í Miðjarðarhaíi og í gríska Eyjahai'inu og í Ung- verjalandi. Áhugi á notkun perlusteins tók að glæðast í Bandaríkjunum undir lok síðari heimsstyrjald- ar. Síðan hefir notkun hans þar í landi aukizt jafnt og þétt og er nú komin yí'ir 300.000 lestir (Short Tons) á ári. Þróun perlítiðnaðar í Evrópu hefir aftur á móti verið hægfara. Sennilega nota Englendingar perlít mest Evrópuþjóða, en allt eru það smá- munir í samanburði við perlítnotkun Banda- ríkjamanna enn sem komið er. I Bandaríkjunum eru um það bil 80% af perlítframleiðslunni notuð í pússningu. Er talið, að perlít sé nú notað í stað sands í meira en helming allrar pússningar í landinu. Annað nota- svið, þar sem perlít verður æ algengara, er ein- angrandi léttsteypa, einkum í há stálgrindahús. Þá er það notað í einangrunarplötur, hljóðdeyf- andi klæðningu og lausa einangrun. Við þenslu perlusteins verða nokkur procent af perlítinu að fisléttum, örfínum salla, sem hvorki er nothæfur í pússningu né steinsteypu. Salli þessi er nú notaður á ýmsan hátt, svo se.m fægiduft, laus einangrun, jarðvegsbætir, fylli- efni ýmiss konar, í glerung á leirker, duft fyrir skordýraeitur, síufylling og þar l'ram eftir göt- unum. Til að byrja með var salli þessi talinn til einskis nýtur, en nú er hann á góðum vegi með að vinna öruggan markað í samkeppni við önn- ur sambærileg efni. Fyrirspurnir um perlustein á íslandi tóku að berast hingað í'rá Bandaríkjunum haustið 1947. Ástæðan til þess var, að flutningur perlusteins- ins frá vesturríkjunum til austurstrandarinnar var dýr, og stóð eðlilegri þróun perlusteins- iðnaðarins í austurhluta Bandaríkjanna fyrir þrifum. Þá hafa fyrirspurnir um perlustein bor- izt hingað frá flestum ríkjurn Norðvestur- Evrópu. Leit að perlusteini á íslandi hefir borið þann árangur, að nú er kunnugt um tvær stórar perlu- steinsnámur, í Loðmundarfirði og í fjallinu Prestahnúk á Kaldadal. Auk þess hefir vottur af perlusteini fundizt allvíða. Mikið hefir verið um það hugsað og rætt, hvernig helzt megi nýta perlusteinsnámurnar ís- lenzku. Perlítverksmiðjurnar í austurhluta Bandaríkjanna greiða 23—25 dollara fyrir lest- ina af möluðum og sálduðum perlusteini við FRJALS VEHZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.