Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 12
Ingólísstræti 5 Elztsi og stærsta tryggingahlutafélag landsins, Sjó- vátryggingarfélag íslands, varð nýlega 40 ára. Víir það stofnað 20. október 1918, en hóf starfsemi sína 15. janúar 1919. Að stofnun félagsins stóðu 24 atviiinurekendur, en aðalframkvæmdir við undirbúning að stofnun þess höfðu þeir Sveinn Björnsson yfirdómslögmað- ur, síðar forseti íslands, og Ludvig Kaaber, banka- stjóri Landsbanka lslands. Alliance h.f. (Jón Ólafsson) Axel V. Tulinius, yfirdómslögmaður Asgeir Sigurðsson, konsúll Carl Olsen, stórkaupmaður Carl Proppé, stórkaupmaður Garðar Gíslason, stórkaupmaður Geo Copland, stórkaupmaður Ilalldór Kr. Þorsteinsson, skipstjóri Hallgrímur Benediktsson, stórkaupmaður Hallgrímur Krislinsson, forstjóri Ilallgrímur A. Tulinius, stórkaupmaður Haraldur BöðVarsson, úlgerðarmaður Haukur h.f. (Pétur Tliorsteinsson) Jes Zimsen, konsúll Jolm Fenger, stórkoupmaður Kveldúlfur h.f. (Ólafur Thors, Richard Thors) Ludvig Kaaber, stórkaupmaður Loftur Loftsson, útgerðarmaður Olgeir Friffgeirsson, slórkaupmaður 40 ára Samband ísl. samvinnufélaga, Sighvatur Bjarnason, bankastj., Sveinn Björnsson, yfirdómslögm., Th. Thorsteinsson, útgerðarm., Víðir h.f. (Þórarinn Böðvarsson) Af stofnendunum eða þeim sem á stofnfundi mættu eru nú á lífi: Carl Olsen, Halldór Kr. Þor- steinsson, Hallgrímur A. Tulinius, Haraldur Böðv- arsson, Loftur Loftsson, Ólafur Thors og Richard Thors. Fyrsti formaður félagsstjórnarinnar var Ludvig Kaaber, en aðrir í fyrstu stjórninni voru þeir Sveinn Björnsson, sem var formaður árin 1924—1920, Jes Zimsen konsúll, sem var formaður frá 1926 til dauðadags, Hallgrímur Kristinsson forstjóri og Hall- dór Kr. Þorsteinsson skipstjóri, sem er núverandi formaður félagsins. Hefur hann setið í stjórninni frá upphafi. Aðrir í núverandi stjórn eru: Lárus Fjeldsted hæstaréttarlögmaður, Geir Hallgrímsson hæstaréttarlögmaður, Sveinn Benediktsson frain- kvæmdastjóri og Ingvar Vilhjálmsson framkvænida- stjori. Fyrsti frainkvænidastjóri félagsins var ráðinn Axel V. Tulinius yfirdómslögmaður, en hann hafði þá um nokkurt skeið rekið hér umboðsskrifstofu, bæði fyrir sjó-, bruna- og líftryggingar. Lét hann af störfum árið 1933 og varð Brynjólfur Stefánsson tryggingafræðingur eftirmaður hans, en hann hafði verið skrifstofustjóri félagsins um skeið. Þegar Brynjólfur lét af störfum á s.l. vetri sökum van- heilsu tók Stefán G. Björnsson við framkvæmda- stjórastörfum, en hann hafði verið aðalgjaldkeri frá 1920 og jafnframt skrifstofustjóri frá 1938. (Stefán var áður hjá vátryggingaskrifstofu A. V. Tulinius og hefur hann starfað að vátryggingum í meira en 36 ár). Þótt Sjóvátryggingarfélag íslands hafi í fyrstu eingöngu tekið að sér sjóvátryggingar, eins og nafn- ið bendir til, hefir það smátt og smátt fært út kví- arnar og rekur nú orðið flestar greinar trygginga- starfsemi, enda er það meðal stærstu fyrirtækja landsins. Fulltrúar í Sjódeild eru nú þeir Hannes Þ. Sigurðsson og Sigurður Egilsson lögfræðingur, en deildarstjóri Axel J. Kaaber, sem jafnfraint er skrifstofustjóri félagsins. í tíð Axels V. Tulinius, eða 1. júní 1925, stofnaði félagið brunatryggingadeild, en hann lagði þá niður umboð sín fyrir dönsk brunatryggingafélög. TJm 12 FRJALS VEHZLTJN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.