Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 27
Ólafur Björnsson, prófessor: Hve mikil opinber afskipfi eru samrýmanleg lýðræðislegu þjóðskipulagi! Ræða flutt á umræðufundi Stúdentafélagts Reykjavíkur 10. marz 19.5!). Þessar umrœður hafa eðlilega snúizt mjög um skil- greiningu á hugtakinu lýðræði. Menn verða líka að koma sér saman um eirihverja skilgreiningu á þessu grundvallarhugtaki, áður en farið er að rök- ræða það, hvaða skilyrði þuifi að vera fyrir hcndi, til þess að slíkt stjórnarfar geti þrifizt. Nú er skil- greining hugtaka í rauninni samkomulagsatriði, þannig að ekki er hægt að staðhæfa, að ein skil- greining sé annarri réttari en hafi menn ekki getað komið sér sainan um neirta sameiginlega skilgrein- ingu, er liætt við því að umræðurriiir verði ófrjóar. Það gæti að nu'mi áliti verið ^el þess vert og verk- efni fyrir Stúdentafélagið að efna til sérstaks um- ræðufundar, e;:ki eingöngu um skilgreiningu á hug- takinu lýðræði, heldur ýmsum öðrum hugtökum, sem mjög eru notuð sem slagorð á stjórnmálavett- vangi og hér hefir einnig borið á góma, svo sem frelsi, réttlæti, öryggi o. s. frv. Ef með einhverju móti væri hægt að samræma þær ólíku merkingar, sem í þessi orð eru lagðar, væri ekki vafi á því, að spor væri stigið í þá átt að gera stjórnmálaum- ræður ttppbyggilegri en þær n.'t eru. Eg ætla annars að byrja með því að gera í ör- fáum orðum grein fyrir þeirri merkingu, sem ég legg í orðið lýðræði. Eg tel, að það sé ófullnægj- andi skilyrði fyrir lýðræðislegtt stjórnarfari, að rík- isstjórn sú, scm mcð völdin fer, njóti stuðnings meirihluta þjóðarinnar. Aðalalriðið er, að minni- hlutinn njóti ákveðinna réttinda. T fyrsta lagi rctt- inda til þess að starfa sem minnihiuti i andstöðu við stjórnarvöldin, ennfremur réttinda til þess að reka áróður gegn stjórnarvöldunum með stofnun pólitískra félagasamtaka, fttndahöldum, útgáfu blaða og bóka o. s. frv. Ég skil það svo, að kjarni þcss máls, er hér liggur fyrir til umræðu, sc að ræða það, hvort opinber íhlutun um efnahagsmál og stjórn þeirra, af hálfu ln'ns opinbera, sc b'kleg til þess að stofna þessum réttindum í hættu ef hún fcr fram úr vissu marki, en hvert það mark sc, er að sjálfsögðtt ágreiningur um. Ég lit svo á, að þessari spurningu beri að svcira játandi, og skal hér í sem allra stytztu máli gera grcin fyrir því. á hvcrju sú skoðun byggist. Til þess að ofangrcind mannréttindi, svo scm félaga- frelsi, fundafrelsi, prentfrelsi o. s. frv. séu raunhæf, þarf að eiga sér stað dreifing hins efnahagslega valds, cða hagvaldsins í þjóðfclaginu. Ef þctta vald er í höndttm eins eða fárra aðila, verða allir þjóðfélagsborgarar svo háðir þessu valdi, að eng- inn þorir að rísa því í gegn, þótt slíkt væri annars leyft. Þetta var einnig skoðun 19. aldar sósíalist- anna. T'eir héldu því fram, að lcið stjórnarfarslegs lýðræðis yrði ekki raunhæf, nema efnahagslegt lýð- ræði, eins og þeir orðuðu það, væri einnig fyrir hcndi. En það, sem cfnahagslegu lýðræði var að þeirra dómi ábótavant, var sú staðreynd, hve tekju- og eignaski|)tingin í þjóðfélaginu væri ójöfn. M. ö. o. vegna þess að dreifing hagvaldsins væri ekki nægi- lcg. Þetta sjónarmið sósíalistanna hefir nokkuð til síns máls, en kórvilla þeirra liggur hins vegar að míntt áliti í því, að þeir telja, að þjóðnýting at- vinnutækjanna sc spor í þá átt að dreifa hagvald- inu. Svo er ckki, hcldur þvert á móti. Jafnvel þótt þau stjórnarvöld, sem ákvcða hvcrnig þjóðarbú- skapurinn skuli rekinn í cinstökum atriðum, væru upphaflega til þess skipuð á lýðræðislegan hátt, yrði vald þeirra vcgna sjálfs ])jóðnýtingarfyrirkomu- lagsins svo mikið, að enginn hefði bolmagn til þess að rísa gegn þeim. Ef öll atvinnutæki eru í hönd- um eins aðila, hvort heldur er opinbcr aðili eða einkaaðili, þá ræður sá aðili raunverulega öllu um lífsafkomu einstaklinganna. Aðstaða manna yrði svipuð og alþýðtt manna í sjávarþorpunum hér á landi á dögum gömlu selstöðuverzlananna. Það er e. t. v. hægt að gagnrýna leið borgaralegs þjóð- FRJALS VERZLUN 27

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.