Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 28
félags með réttu, fyrir það, að dreifing hagvaldsins innan þess sé ekki næg til þess að hin lýðræðislegn mannréttindi verði virk, en sá vandi verður ekki leystur með þvi að stíga spor í öfuga átt, svo sem gcrt myndi með þjóðnýtingu. Það þarf einmitt að finna leiðir til mciri dreifingar hagvaldsins. Eg hefi nú rætt málin á þeim forsendum að stjórn- arvöld hins sósíaliska þjóðskipulags óskuðu eftir lýðrœði, og Icitl rök að því, að jafnvel þótt svo væri, myndi sjálft skipulagið verða þvi til hindrunar. En nú veit maður að svo er ekki í þeim ríkjum, þar sem sósíalisma hefir verið komið á. 011 stjórnar- andstaða er þar bönnuð. Er það tilviljun? Nei, ég tel, að svo sé ekki. Afnám mannréttindanna er beinlínis skilyrði fyrir því, að hið sósíaliska hag- kcrfi geti verið starfhæft. Þetta stafar af því nána sambandi, sem er á milli stjórnarfars, hagkerfis og réttarfars. Hagkerfi, sem grundvallast á sér- eignarréttinum svarar til stjórnarfars lýðræðis og réttarreglna, sem framfylgt er af óháðum dómstól- um. Meginregla þjóðskipulagsins er sú, að efnahags- starfsemi manna eru settar almennar leikreglur, sem verður að virða, en innan þeirra hafa menn frjálst val um hegðun sína. Grundvöllur efnahags- starfseminnar er verkaskipting á grundvclli frjálsra samninga, er borgararnir gera með sér. I þjóðfélagi, þar sem öll atvinnutæki væru í höndum hins opinbcra, væri grundvöllur efnahags- starfseminnar hins vegar áætlanir um rekstur þjóð- arbúsins, sem gerðar væru af þar til skipuðum yfir- völdum. Þeim áætlunum verður svo að fram- fylgja með fyrirskipunum til borgaranna. í stað hinnar almcnnu reglu, sem borgararnir verða að hlíta í athöfnum sínum, er að öðru Icyti eru frjáls- ar, verða athafnirnar nú fyrirskipaðar í einstökum atriðum. Þcssum mun má líkja við muninn á þvi að setja almennar umferðarreglur, er mcnn vcrða að hlíta, eða gefa hverjum einstökum fyrirskipanir um það, hvcrt hann skuli ferðast og hvernig. Það er og ekki tilviljun, að i hinum sósíalisku ríkjum koma svonefndir alþýðudómstólar, skipaðir ólög- lærðum mönnum, f stað óháðra dómstóla, skipuð- um sérmenntuðum mönnum í lögvísi. Þar sem aðal- atriðið í skipulagi sósíalismans er það að tryggja, að fylgt sé ákveðnum fyrirskipunum, ekki að hlítt sé almennum leikreglum, er cðlilegt að gerðar séu þær einar kröfur til dómara, að þeir séu hollir hin- um ríkjandi pólitíska málstað. Almennar réttar- reglur verða hins vegar óþarfar í slíku þjóðfclagi og jafnframt skaðlegar. Það er rétt að taka það frafn í þessu sambandi, að vísir til alþýðudómstóla getur myndazt, þótt ríkisafskipti af cfnahagsmál- um séu ekki svo víðtæk sem í hinum sósíalisku ríkjum. Nærtækt dæmi um það eru hinir sérstöku verðlagsdómstólar, sem komið hefur verið á fót hér á landi, skipaðir fulltrúum stéttasamtaka, sem ckki þurfa að vera löglærðir. Niðurstaðan verður því sú, að lýðræðislegt stjórnarfar, eins og ég hefi lauslega skilgreint það, hagkerfi byggt á séreignar- rétti ug óháðir dómstólar, séu greinar á sama meiði. cn andstæðan við þetta er svo stjórnarfarslegt al- ræði, allsherjar þjóðnýting og pólitískir dómstólar, en þctta er innbyrðis nátengt, svo sem ég tel mig hafa leitt nokkur rök að. Það skal tekið fram, til þess að fyrirbyggja misskilning, að niðurstöður þessar eru byggðar á þeirri forscndu, að um algera þjóðnýtingu sé að ræða í þeirri merkingu, að öll fyrirtæki, sem verulega þýðingu hafa, séu þjóðnýtt. Mér er hins vegar fyllilega ljóst, að opinber stjórn á vissum þáttum efnahagsmála, cr ckki ein- göngu samrýmanleg lýðræði, heldur beinlínis skil- yrði fyrir starfhæfu hagkerfi. Það kæmi t. d. ckki til mála, að heimila hverjum sem væri útgáfu pen- inga, aflciðingin yrði á skömmum tíma hrun gjald- miðilsins. Heildarstjórn á fjárfestingu getur, í þeim löndum, þar sem velmegun og tækniþróun er komin á hátt stig, vcrið skilyrði þess að hægt verði að fyrirbyggja stórfelldar kreppur. Það er rétt hjá Haraldi Jóhannssyni, sem hcr talaði áðan, að óhjákvæmilegt er, að ríkisbúskap- urinn verði tiltölulega umfangsmeiri hér á landi en víða annars staðar, sökum smæðar ])jóðarinnar. Hins vegar er ég honum ekki sammála um það, að hér geti ekki verið frjáls vcrzlun, vegna þess hvc áhættusamir höfuðatvinnuvcgir íslendinga eru. Með því að byggja upp nægilcga gjaldeyrisvarasjóði, er hægt að koma á frjálsri utanríkisvcr/Jun, þótt sveiflur verði i útflutningnum frá ári til árs. liétt cr og að vckja athygli á því, að meginástæðan til þess hvc atvinnuvegir okkar eru háðir hinu opin- bcra, er skattalöggjöfin, sem hindrar það, að fjár- magn geti myndazt að ráði í einkarekstri. En þótt viðurkennd sé, samkvæmt áður sögðu, nauðsyn opinberrar íhlutunar um efnahagsmál, að vissu marki, megum við ekki loka augunum fyrir ]>eim hættum, sem því stjórnskipulagi, er flcstir okkar aðhyllast. stafar af ])ví, ef of langt er gengið í ]>ví að skapa hinu opinbera alræðisvald í efnahags- málum. því að þessar hættur eru raunverulegar hér ekki síður en fyrir austan járntjald. 28 FRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.