Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 38
Nefndin hefur á að skipa einum föstum starfs- manni, en ræður aðstoðarmenn tíma og tíma, eftir því sem fjárráð leyfa. Verkefni, sem bíða úrlausnar, eru ótal mörg, og væri vafalaust hægt að spara bætidum mikið og stuðla mcira að bættum vinnubrögðum, ef starfs- lið nefndarinnar yrði aukið. En bændur geta gcrt mikið sjálfir í því að gera sér grein fyrir, hvers vcgna sumir afkasta meira verki en aðrir. Það er fróðlegt að sjá tvo menn hirða að öllu leyti um sextíu kýr og þurfa ckki lil þess nema tíu klukkutíma viunu á dag, en víða annars staðar þarf þrjá til fjóra menn til að vinna sama verk. Al- kunna er það, að sumir einyrkjar hafa allt að þrjú hundruð fjár, þó að flestum þyki nóg að sjá nni helmiugi færra fé. Þó að aðstöðumunur geti ráðið miklu. er þó í mörgum tilfellum meira að þakka hagsýni í vinnubrögðum og snilli við að koma þannig fyrir tækjum og útbúnaði, að vinnan verði sem anðveldust. Bóndinn er í raun réttri ákvæðisvinnumaður og fær borgað eftir afköstum. Bóndinn á þó að sjálfsögðu meira undir afköst- um en þeir, sem vinna hjá öðrum, þar sem hann hefur stóran höfuðstól bundinn í búinu. Enginn efast um dugnað og elju bændastéttar- innar. Hins vegar geta flestir létt sér mörg störf með því að kynna sér, hvernig aðrir vinna söinu verk og hagnýta það, sem til bóta horfir. Erindi þcssu var valið heitið Vinnubrögð. Til- gangur minn var ekki sá að kenna neinum lil verka. Hafi einhvcrjir undir lestrinum farið að hugsa um, hvernig gcra mætti hlutina cinfaldari og auðveld- ari, hvernig auka mætti framleiðsluna án aukins tilkostnaðar, cr tilganginum náð. Séð yfir hinn stóra og glaesilega veitingasal i Lido Nýr veitingastaður var opnaður í Reykjavík 13.. febrúar s.l. og ber hann hið alþjóðlega heiti: LIDO. í veitingasalnum, sem er á efri hæð hins nýja verzlunarhúss Austurvers, geta matazt samtímis 4.50 manns. Hafa margir iðnaðarmenn lagt þarna gjörva hönd að verki og unnið verk sitt af stakri prýði og á mjög skömmum tíma. Eigcndur veitingahússins eru hjónin Ingibjörg og Þoj'valdur Guðmundsson. Þorvaldur er vel kunn- ur fyrir stórhug og fyrirmyndar-rekstur á fyrirtæk- inu „Síld & Fiskur" og Þjóðleikhúskjallaranum á undanförnum árum. 38 FR.TALS VIiRZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.