Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 44
inn talinn á 70 aura. Þessir peningar gengu svo manna á milli, bæði heilir frankar og centimes og sou." „Var ekki lítið um það, að fúlk hefði peninga handa milli?" ,,Jú, menn lögðu framleiðsluna inn í verzlunina og tóku svo nauðsynjar sínar út eftir hendinni. Ef einhver þurfti að fara til Reykjavíkur eða Dan- merkur, þá gaf verzlunin ávísun á innstæðu fyrir- tækisins í Danmörku." „En svo við snúum okkar aftur að Fransmönn- unum, hvers konar veiðar voru það, sem þeir stund- uðu, og hvernig verkuðu þeir aflann?" „Það var eingöngu þorskur, sem þeir söltuðu. Annars var verkunaraðferðin misjöfn, eftir því hvaðan þeir voru. Dunkerque-arnir og Gravelin- arnir söltuðu í tunnur, en Paimpol-arnir söltuðu í stakka. Þessir síðastnefndu settu svo aflann um borð í smærri skip, svokallaða jagara, sem fluttu fiskinn til heimahafnar. Skip Paimpolanna voru yfirleitt stærri og betur búin en annarra Fransmanna, og allt annar bragur á þeim. Paimpolarnir voru þeir, sem seldu okkur fyrst og fremst saltið og voru við- skiptin við þá góð. Annars komu þessir menn frá þeim bæjum, sem ég kenni þá við, en allir þessir bæir eru á norðurströnd Frakklands." „Svo við snúum okkur að íslenzkum málefnum, hvenær myndaðist fyrst vísir að kaupstað á Fá- skrúðsfirði?" „Kaupstaðurinn fer að myndast frá 1870—80. Þá komu norskir síldarkaupmenn og settust þarna að og byggðu þar töluverð hús. Þannig var t. d. verzlunarhús Örum & Wulf til komið. Það var byggt af Norðmönnum. Ég kom þarna fyrst 1895 og var þar unglingur eitt sumar við sjómennsku. Síðan keypti ég skektu og fór svo að gera út suður á Berufirði. þar sem ég átti heima. Frá því að cg keypti þcssa skcktu átti cg alltaf einhverja fleytu á sjó í 50 ár. Mcðan ég var á skólanum hjá Torfa í Ólafsdal, var skektunni haldið út heima. Það var fóstbróðir minn, scm hclt henni úti þann tíma." „Gaf þessi útgerð eitthvað af scr?" „Það var nú upp og ofan. Meðan ég var verzlun- armaður á Páskrúðsfirði, átti ég stundum tvær fleytur. Stóð bá oft í járnum, að önnur tapaði og át upp það, sem hin græddi. En það var nú sama — ég hélt þcssu alltaf áfram." „Varst þú óslitið við verzlunarstörfin frá því að þú byrjaðir 25 ára gamall?" „Nei ég hætti verzlunarstörfum árið 1907 og fór að búa í Stöðvarfirðinum og hugðist þcá gera það að ævist'arfi mínu. En svo breyttist sú áætlun og cg réðist aftur til Örum & Wulf á Fáskrúðsfirði 1910 og var síðan óslitið við verzlunar- og útgerð- arstörf á Fáskrúðsfirði til 1951. Olgeir Friðgeirsson fór frá Fáskrúðsfirði um áramótin 1904—'05 og var þá Páll heitinn Gíslason ráðinn í hans stað. Hann hætti og fluttist suður til Reykjavíkur 1910 og fór þá Stefán Guðmundsson þess á leit við mig að koma aftur að verzluninni á Fúskrúðsfirði. Stefán var þá búsettur á vetrum í Kaupmannahöfn og hafði það- an yfirumsjón með öllum verzlununum. Á sumrin var hann á Fáskrúðsfirði, en ég hafði verzlunar- stjórnina á hendi á veturna." „Var vcrzlunin ekki umsvifamikil á þessum ár- um?" „Hún var að aukast. Nokkru áður en ég kom aftur, hafði Fáskrúðsfjarðar-verzlunin eignazt nokkra mótorbáta. Mönnum gekk hálfilla að eiga við þessi nýju tæki, cn svo vandist það og þeir fóru að ganga sæmilega. TJm 1910 scldu gömlu kon- urnar í Kaupmannahöfn fyrirtækið og keyptu það tveir danskir menn. Annar þeirra hafði mikinn áhuga á fiskverzlun, sem leiddi til þess, að keyptur var fullverkaður Spánarfiskur í stórkaupum fyrir milligöngu Fáskrúðsfjarðarverzlunarinnar. Þessi fiskur var keyptur á nærliggjandi fjörðum og var sendur með skipum Bergenska gufuskipafélagsins til umhleðslu í Bergen og beint þaðan til kaupenda í Barcelona eða Bilbao; u. þ. b. 200—300 fimmtíu- kílóa pakkar til hvers. Þessi viðskipti stóðu frá 1911—'14, en féllu að mestu niður, er stríðið byrjaði, vegna samgönguerfiðleika. Nokkur fiskur var þó seldur til Spánar allt stríðið, en eftir öðrum leiðum en áður. Auk þessa keyptum við í stórkaupum ull, gærur o. fl., einkum á stríðsárunum 1914—'18 og fór víst eitthvað af þeim vörum til Þýzkalands, sem þó var í ströngu hafnbanni Brcta. En um það vissum við ekki hér heima fyrr en löngu síðar." „Hvenær komst svo Fáskrúðsfjarðarverzlunin í íslenzkar hendur?" „Það var árið 1917. Júlíus Guðmundsson, sem hafði verið fulltrúi hjá Örum & Wulf í Kaup- mannahöfn, keypti verzlanirnar á Djúpavogi og Fáskrúðsfirði. Var ég um nokkurn tíma áfram við verzlunina, en árið 1920 setti ég svo upp í félagi við Björgvin mág minn verzlun á Fáskrúðsfirði, sem ég rak allt til ársins 1951." 44 FKJÁLS VKRZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.