Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 2
Valdimar Kristinsson, viðskiptafr. Skapa þarí traust efnahagskerfi Stöðugt kapphlaup er háð milli einstaklinga og þjóða um að ná sem lengst í efnalegri vel- megun. Árangur íslenzku þjóðarinnar af þessari viðleitni á undanförnum áratugum hefur reynzt furðugóður. Við höfum á síðustu árum almennt lifað við betri lífskjör en flestar aðrar þjóðir. Aftur á móti er það staðreynd, sem margir hafa bent á, að undirstöður velmegunarinnar hér á landi eru að líkindum ótraustari, en í öllum þeim löndum, sem við helzt viljum bera okkur saman við í þessum efnum. Bæði eru undirstöðuat- vinnuvegir landsmanna hættulega mikið háðir duttlungum náttúrunnar, og hitt, sem skiptir ekki minna máli, að undanfarinn hálfan annan áratug hefur hluta þjóðarteknanna verið aflað á þann hátt. að ekki verður haldið áfram á sömu braut. Við lok heimsstyrjaldarinnar síðari átti þjóðin miklar inneignir erlendis, sem gerðu m. a. mögu- Jeg stórfelld kaup á framleiðslutækjum, er komu til landsins næstu árin á eftir, síðan tóku við lán og gjafir Marshallhjálparhmar, því næst auðveldaði vinnan fyrir varnarliðið mjög öflun gjaldeyris og undanfarið hafa erlend lán verið tekin í stórum stíl. Ekki fær það staðizt, sem sumir vilja halda fram, að öll hin bættu lífskjör séu þessum óvenjulegu aðstæðum að þakka, en ekki mun ofmælt þótt sagt sé, að mesta Ijómann af hinni margumtöluðu velmegun megi rekja til þeirra. Þótt það sé fyrsta skrefið, þá nægir íslenzku þjóðinni ekki að treysta þann efnahag, sem hiin býr nú við — markið þarf að setja mun hærra. því búa þarf í haginn fyrir ört vaxandi fólks- fjölda, og ef við eigum ekki að dragast aftur úr öðrum þjóðum, þá þarf stöðugt að bæta lífs- kjörin. En ljóst má vera, að stefnubreytinga er þörf á ýmsum sviðum, ef þetta skal takast. Verður nú lauslega drepið á nokkra þætti efna- hagsmálanna, sem auk margra annarra, þyrfti að endurskoða. Vanrækt hlutverk I langan tíma hefur mikil þensla verið í ís- lenzka efnahíigslífinu, og virðast stjórnarvöldin yfirleitt hafa gert furðulítið til að draga úr henni. Aftur á móti hefur alltaf verið gripið til hafta í einhverri mynd til lausnar aðsteðjandi vanda- málum, þótt þau geti aldrei læknað hið raun- verulega mein, heldur aðeins dregið úr áhriíum þess um stund. Opinberir aðilar hafa verið ófáanlegir til að draga úr útgjöldum sínum og framkvæmdum, og hafa því óspart keppt við almenna atvinnu- rekendur á vinnumarkaðnum, enda má segja, að hann hafi verið sprengdur fyrir löngu og ýmsum atvinnugreinum síðan haldið gangandi með gjaldeyrisfrekum erlendum vinnukrafti. Hafi einhver tekjuafgangur verið hjá ríkis- sjóði, hafa ýmsir ráðamenn ekki verið í rónni, fyrr en honum hefur verið eytt. Hefur sú ráðs- mennska verið lítt skiljanleg, þar sem telja má víst, að hægt hefði verið að mynda einhvern gjaldeyrisforða, ef hluti af tekjum ríkissjóðs hefði verið dreginn út úr veltunni í þjóðarbúinu. Bönkunum hefur reynzt ókleift að draga úr þenslunni, enda hefur ríkisvaldið skyldað þá til svo mikilla útlána, að það hefur beinlínis aukið verðbólguna. A sama tíma hefur svo styrkustu stoðunum verið kippt undan eðlilegri sparifjár- söfnun, þótt hún sé eini trausti grundvöllurinn undir auknum útlánum bankanna. Vantraust manna á peningum, sem veldur hinum mjög tvo takmarkaða sparnaði, lýsir sér einnig í takmarkalausri eftirspurn eftir lánsfé, þar sem svo margir reyna að komast yfir sem mest af raunverulegum verðmætum, gjarnan í FRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.