Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 1

Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 1
 65"o.ó" FRJÁLS VERZLUN FRJALS Úty.: Frjáls Verzlun Útgáfufélag h/f Ritstjðri: Pétur Péturss:jn Ritnefnd: Birgir Kjaran, formaður VERZLUN Guunar Magnússon Vnldimar ICristinsson 19. ÁRGANGUR — 1.—2. HEFTI — 1959 í ÞESSU HEFTI: VALDIMAR KRISTINSSON: Skapa þarf traust efnahagskerfi Ein jjölskylda • BJARNI GUDMUNDSSON: Hægri og vinstri • ÞORVARÐUR J. JÚLÍUSSON: Verður verðbólgan stöðvuð? • Sjóvá 40 ára • BIRGIR KJARAN: Antoine Pinay og úrraeði Frakka • TÓMAS TRYGGVASON: Vinnsla jarðeina ó íslandi • VIGGÓ E. MAACK: „Skip mitt er komið að landi" • ÓLAFUR BJÖRNSSON: Hve mikil opinber aiskipti eru sam- rýmanleg lýðræðislegu þjóðskipulagi? • HARALDUR ÁRNASON: Vinnubrögð • ÞÓRIR BERGSSON: Utlagi, smásaga • o. m. fl. Stjórn útgáfujélags FRJÁLSRAR VERZLUNAR Biigir Kjaran, fonnaður Gunnar Magnússon Pétur Sæmundsen Sigurliði Kristjánsson Þorvarður J. Júlíusson Skrijstoja: Skólavörðustíg 3, 3. liœð Sími 1-90-85 — Pósthólf 1193 VÍKINGSPKENT HF 7 augum umheimsins hlýtur íslenzka þjóðin að ýmsu leyti að vera furðulegt fyrirbrígði, og þá fyrst og fremst vegna s-mœðar sinnar, þar sem íbúarnir eru ekki fleiri en í venju- legum bœ eða í hverfi í miUjónaborg. Utlendingar svyrja oft hvernig sé að búa í svona litlu þjóðfélagi, og við getum spurt okkur sjálf og bonð saman við nágrannaþjóðirnar. Hér þekkja allir alla, eins og svo oft hefur verið sagt, og þar sem fámennið hefur ekki komið í veg fyrír œði mikinn skoðananiun, eru deilur oft illvígar og mjög persónulegar. En þetta er þjóðareinkenni, sem tvímœlalaust skavast frekar af aðstœðum heldur en illu innræti. A hinn bóginn er svo sam- heldnin einnig rík með þjóðinni. Þetta kemur fram á hátíða- og sigurstundum, en þó enn frekar þegar áfbll og miklir erfið- leikar steðja að. Það, sem af er þessu árí, Iiefur þjóðin beðið óvenjumikið tjón, þar sem um 50 manns hafa látizt af slysförum. Vegna fámennisÍ7is er þetta meiri háttar áfall, sem snertir alla Islend- inga, þótt ekki sé um nákomna ættingja að ræða. Þarna er koinið að öðru þjóðareinkenni. Hvergi í heiminum getur það verið jajnaugljóst og hér á landi, hve sérhver einstaklingur er mikils virði, ekki einungis fyrír ættingja og vini, heldur og fyrír atta þjóðina. Þeim, sem sárast syrgja látna feður, eiginmenn og syni, aítti að vera nokkur liuggun í því, að öll þjóðin tekur innilega þátt í sorg þeirra, því að öll höfum við eitthvað misst. Þrátt fyrír ýmsa galla, sem því fylgir, hlýtur fámennið að gefa lífi flestra Islendinga meirí tilgang en ella hefði orðið. A lls staðar blasa við verkefni viðvíkjandi uvvbyggingu lands- ins, sem. bíða úrlausnar, og þrátt fyrir ósamlyndi á ýmsum sviðum, taka menn ósjálfrátt ríkan þátt í gleði og sorgum þjóðarinnar; einstaklingamir verða ekki eins og ómerkilegt hjól í stórrí vél, heldur hluti af fjölskyldu, sem þrátt fyrír víxlsvorsín og erfiðleika, er á stöðugri framfarabraut. Enda hefur markið veríð sett hátt; það er að byggja uvv fyrirmynd- arþjóðfélag í harðbýlu landi.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.