Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 42
krónui', ekki þessar aura-krónur, sem nú voru í gildi? Hvað m.irgar milljónir nú? Þegar min vesæla vinna var metin tvö hundruð krónur á dag eða meira? Já, í dag, nú eftir að Olivina hafði hrifið mig úr því, sem hún kallaði þá, vandræðaástand. Hiín var — eins og ég hef margsagt, ekkja, og ég tók ckki neitt frá neinum — hún gerði góðverk og hún gerði það, sannarlega, með glöðu geði. Nú var ég aðeins fyrrverandi róni. Og satt að segja var hún nú glaðlegri og ánægjulegri á svipinn og í öllu fasi, en þegar hún fyrst fann mig og fylgdi mér heim til sín. Einmana kona og hinn glataði sonur. — „Já," sagði ég, eiginlega við sjálfan mig, „og svo segja skáldin og margir þeir, er hér búa í glæst- um sölum að fólkið eigi að tolla úti á annesjum, hrjóstrum og afdölum af eintómri föðurlandsást. Sérðu nokkurt vit í því?" „Nei," sagði maðurinn, „en þó skil ég það." „Þú skilur það ekki," sagði Jón Ká, „það er asna- skapur og rómantismi." „Bölvuð súldin og fýlan," sagði einhver, „ætlar vagninn .aldrei að koma?" „Ekki er það skemmtilegt," sagði maðurinn að vestan. „Hvað?" sagði Jón Ká. „Ja, veðrið meina ég." Menn stóðu þarna og spjölluðu saman. Sumir þögðu. Flestir illa sofnir menn, sumir alveg ósofnir. Sillanpe ók sér, tók lítið glas upp úr vasanum og saup á því. Hann sneri sér undan, á meðan, ég held enginn hafði séð það nema ég. Hann var út- lendur maður, kannski líka útlagi, sem enga ætt- jörð átti. „Skemmtilegt!" sagði ég við manninn að vestan. „Nei, nei. hvernig getur maður búizt við því að það sé alltaf skemmtilegt? Er ekki sjálfsagt að vera þar sem lífvænlegt er, hvað sem hver segir og hvernig sem veðrið er? Það mun varla hafa verið rjómalogn og sólskin á hverjum degi fyrir vestan, var það?" Svo kom vagninn. Við ruddumst upp í hann. Út- lagar í okkar eigin föðurlandi, í alls konar mokstri. AFANGAR Verzlunarstjórar Ásgeir Ásgeirsson hefur tekið við verzlunarstjórn Melabúðar- innar, Hagamel 39. Ásgeir er ættaður f'rá Krossnesi í Stranda- sýslu. Hefur hann unnið að vcrzl- unarstörfum um margra ára skeið; var nokkur ár hjá KRON á Skólavörðustíg, því næst verzl- unarstjóri hjá sama fyrirtæki í Kópavogi og síðan verzlunarstjóri hjá Kaupfélagi S-Borgfirðinga. Ásgeir hafði starfað citt ár hjá Melabúðinni áður en hann tók við vcrzlunarstjórn þar. Hreinn Halldórsson hefur verið ráðinn verzlunarstjóri hinnar nýju kjörbúðar í Austurveri. Hreinn er ættaður úr Borgarnesi. Lauk hann námi við Samvinnu- skólann árið 1952. Hann vann nokkur ár við ýmiss konar verzl- unarstörf hjá Kaupfélagi Borg- firðinga. Áður en Hreinn tók við núverandi starfi, hafði hann verið verzlunarstjóri Melabúðarinnar allt frá því að hún tók til starfa. Var hann á hennar vegum um nokkurra mánaða skeið í Oslo, þar sem hann vann í kjörbúðum og fékk að kynnast ýmsu viðvíkjandi rekstri þeirra. Frjúls Verzlun vill hvetja m.enn úti á lands- byggðinni til að senda tímaritinu greinar og hugleiðingar sínar um ýmis málefni — í vóst- hólf 1193, Reykjavik. Euromarket / desember 1958 hój nýtt rit göngv. sína; nefnist það EUROMARKET. Ritið er gefið út í Englandi á enshu, frönsku og þýzku, og miðast útgáfan við hin 17 ló'nd Efnahagssamvinnustofnunar Evrópu — en ekkert eitt þeirra óðrum fremur. Eins og nafnið bendir til á Sameiginlegi markaðurinn, svo og vœnt- anlegt Fríverzlunarsva'ði Evrópu, að vera sá grund- völlur, sem ritið œtlar aðallega að byggja á. EUROMARKET virðist mjög vandað rit og í því er mikinn fróðleik að finna fyrir alla þá, sem framleiða fyrir hinn stóra Evrópumarkað. Hvert hefti er um 60 bls. í stóru broti og prentað á ágœtan myndapappír. Til fróðleiks má geta þess, að í febrú- arhefti ritsins er grein um landhelgisdeiluna og er þar ritað af sanngirni um málstað tslands. 42 FRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.